Tvíburar A og B (35 vikur)

Fyrirburar

Ég byrjaði að fá verkjalausa samdrætti einhverntíma um 16 vikur. Ég vissi ekki alveg hvað samdrættir voru, þetta voru fyrstu börnin okkar, en hafði lesið mér töluvert til um tvíburameðgöngur og hættu á fyrirburafæðingu sem fylgir því. Ég var mjög stressuð yfir þessu, stundum þegar ég lá uppi í rúmi á kvöldin komu samdrættirnir í röðum, hver á eftir öðrum, …

Þorbergur Anton

Fyrirburar

Til hamingju með síðuna ég man að þegar ég var á spítala í frakklandi með son minn og skildi ekki neitt hvað væri að gerast þá las ég fullt af sögum reyndar bara af erlendum síðum. Ég ætla að deila með ykkur viðtali sem tekið var við mig í Mogganum fyrir ári síðan. Í dag (þegar sagan var send inn) …

Fyrirburi og léttburi (36 vikur)

Fyrirburar

Sæl/sæll Ég og maðurinn minn eignuðumst lítinn strák þann 09.09.12. Í ágúst fór ég fyrst af stað þegar ég var á leiðinni heim frá akureyri og þurfti að bruna í bæinn með manninum mínum og uppá spítala. Við fórum í rit og ég fékk töflur til að stoppa hríðarnar. Það leit allt vel út daginn eftir og ég var send …

Reynslusaga af meðgöngueitrun

Fyrirburar

Mér og manninum mínum var búið að dreyma lengi um að eignast barn. Við ákváðum síðan loksins að láta verða af því og ég hætti á pillunni. Þar sem ég er ekki þolinmóðasta manneskja í heiminum þá tók ég þungunarpróf mánuði seinna en það reyndist neikvætt. Við urðum bæði mjög svekkt en það sýndi okkur að þetta var það sem …

Óliver Atlas og Aron Breki (28 vikur)

Fyrirburar

Fæðingarsaga Ólivers Atlas og Arons Breka, fæddir 2.júlí 2010 eftir 28 vikur og 4 daga meðgöngu Meðgangan gekk mjög vel, allt gekk eins og í sögu. Komin tæpar 20 vikur fór ég að finna fyrir þreytuverkjum þegar við fórum í göngutúra og vatnskennd/slímug útferð fór að verða reglulegri. Okkur fannst þetta ekkert óeðlilegt þar sem í bumbunni voru 2 strákar …

Sebastian Aron (27 vikur)

Fyrirburar

Sebastian Aron Hér er svo fæðingarsagan hans Sebastian Aaron. Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri ófrísk þegar ég leitaði á læknavaktina 11. júní 2001. Læknirinn sendi mig niður á kvennadeild þar sem ég var með óstjórnlegar blæðingar. Sá læknir sagði mér að ég væri ólétt og eftir ómun kom í ljós að ég var gengin 16.vikur. Næstu vikur …

Meðgöngusaga Ingimundur Helgi

Fyrirburar

Meðgöngusaga Ingimundur Helgi Þegar ég var lítil kom í ljós að ég er með tvískipt leg. Síðan þá hugsaði ég mikið um þetta, hugsaði um legið, barneignir og hvort, þegar á hólminn var komið, ég gæti gengið með barn. Rétt fyrir páska á þessu ári stóð ég inni á baðherbergi með jákvætt þungunarpróf í hendinni. Hræðsla, spenna, kvíði, gleði og …

Hanna Mist (31 vika)

Fyrirburar

Hæ hæ Hilma heiti ég. Égá 2 börn Hávarða Mána og Hönnu Mist.Hávarður Máni er fæddur 22.10.04 eftir 41+ 3 daga meðgöngu.Frá fyrsta verk tók fæðingin alls 3 klukkutíma og vegna þess hvað það gekk vel með hann þá bjóst ég einhvernveginn ekki við að næsta barn myndi fæðast fyrir tímann og hvað þá með svona miklum látum eins og …

Fyrirburinn Andrea (29 vikur)

Fyrirburar

Í mars 2004 fengum við barnsfaðir minn að vita að von væri á okkar fyrsta barni og yrði áætlaður fæðingardagur 1.desember. Að sjálfsögðu voru þetta mikil gleðitíðindi, ári áður höfðum við fest kaup á íbúð og vorum bæði 24 ára og því meira en tilbúin í þetta hlutverk. Á þessum tíma vann ég á leikskóla og leið mér bara vel …

Óli Gunnar

Fyrirburar

Þann 8. Mars 2012 komumst við að því að við ættum von á okkar fyrsta barni. Þvílík gleði og 10. nóvember rækilega merktur á dagatalið sem áætlaður lendingardagur erfingjans. Meðgangan gekk eins og í sögu, mér varð ekki einu sinni óglatt. Það eina sem ég gat hvartað undan var mikil þreyta á fyrsta þriðjungi. Miðvikudaginn 19. september var ég komin …