Fyrirburi og léttburi (36 vikur)

Fyrirburar

Sæl/sæll

Ég og maðurinn minn eignuðumst lítinn strák þann 09.09.12.

Í ágúst fór ég fyrst af stað þegar ég var á leiðinni heim frá akureyri og þurfti að bruna í bæinn með manninum mínum og uppá spítala. Við fórum í rit og ég fékk töflur til að stoppa hríðarnar. Það leit allt vel út daginn eftir og ég var send heim og beðin um það að fylgjast mjög vel með hreyfingum og koma uppeftir við minnstu verki. Nokkrum dögum seinna fæ ég aftur verki og fer þá beint uppá spítala, það var um miðja nótt og var þá mikið að gera hjá læknunum og var mér skellt í rit og var ég í því meiri partinn af nóttunni þangað til að læknirinn kom og sendi mig heim aftur og bað mig um að koma morguninn eftir þar sem að ég virtist vera í lagi og engar hríðar í gangi.

Ég fer í rit á dagdeildinni. Í ritinu dettur hjartslátturinn hjá barninu niður og hjúkrunarfræðingurinn heldur að barnið hafi hreyft sig frá og byrjar að leita en hún finnur bara minn hjartslátt sem reynist svo vera hjartslátturinn hja barninu, þetta voru semsagt dýfur eins og þau kölluðu þetta, þar sem að hjartslátturinn dettur niður frá 145 sirka niðri 75 og stundum neðar. Ég varð rosalega hrædd þegar ég sá þetta og þurfti ég að fara í rit nánast á hverjum degi og ómskoðun sirka 1 sinni í viku til að fylgjast með flæði frá naflastreng til fósturs og vexti hans.

Svo er mér sagt að ég verði sett af stað 12 sept ég verð mjög feginn afþví ég vill auðvitað vita hvað sé í gangi og hvort að það sé ekki allt í lagi með barnið.

Ég fer í seinasta ritið mitt á laugardeginum og kvarta undan því að ég sé farin að finna fyrir minni hreyfingum. Það er tekið rit og ég send heim og hjúkrunarfræðingurinn lætur mig vita að læknarnir ætli að skoða ritið og svo verði hringt bara ef eitthvað er að. Ég auðvitað stelst til þess að fara í kringluna og að versla smá fyrir litla strák. Svo er hringt í mig þar sem ég stend í miðri hagkaup og sagt mér að koma aftur klukkan 18  niðrá spítala, hún segir að það eigi að setja mig af stað og að læknunum hafi ekki litist vel á ritið. Ég auðvitað fer i panic hringi í manninn minn og segi honum að ég eigi að fæða í dag ! Við eyðum smá tíma saman heima og reyna að vera róleg.

Síðan er haldið uppá spítala þar sem ég fæ þennan svokallaða stíl og bíð ég til 11 og þá koma hríðarnar. Að sjá hríðarnar koma og hjartsláttinn hjá litla barninu mínu detta niður var það versta sem ég hef séð ég vildi að læknirinn gerði eitthvað til þess að hjálpa honum, stoppa hríðarnar eða eitthvað, bara gera eitthvað til að hjálpa. Við vorum þarna grátandi að horfa á hjartsláttinn detta aftur og aftur niður, á endanum segir læknirinn loksins við mig að þau ætli að gera bráðakeisara. Ég verð mjög þakklát fyrir það og læknirinn þylur upp hætturnar og ég segi bara já já já og vill flýta þessu af stað.

Ég ligg á skurðaborðinu og nötra svo mikið og maðurinn minn hjá mér að strjúka mér og talar rólega til mín og segir að þetta sé allt í lagi. Þeir skera mig og það líður smá tími síðan finn ég létti á öllum líkamanum og heyri svo pínu öskur frá litla stráknum okkar.

Hann var alveg fullkominn lítill fæddur mánuði fyrir settan dag og aðeins 2,196 kg.
Hann er orðinn 2 mánaða og er algjör karakter en enþá með fyrirbura rumskurnar. Við vorum í aðeins í viku uppá spítala og fengum svo að fara heim.

Hérna er svo mynd af honum í fyrsta baðinu 1 viku eftir að við komum heim