Tíðni fyrirburafæðinga

Á Íslandi fæðast árlega um 6% barna áður en 37 vikna meðgöngu er náð (1). Það er svipað hlutfall og annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu þar sem 5-9% barna fæðast fyrir tímann (2). Í Bandaríkjunum er hlutfallið hærra, eða um 12-13%. Flestir fyrirburar koma í heiminn eftir 34 vikur eða síðar og hefur hlutfall fyrirburafæðinga að 34 vikum aukist lítið á milli ára meðan síð-fyrirburafæðingum hefur fjölgað mun meira (3, 4).

Tíðni fyrirburafæðinga eftir meðgönguvikum – af öllum fyrirburafæðingum

60-70% fyrirbura eru fædd eftir 34-36 vikna meðgöngu
20% fyrirbura eru fædd eftir 32-33 vikna meðgöngu
15% fyrirbura eru fædd eftir 28-31 vikna meðgöngu
5% fyrirbura eru fædd eftir minna en 28 vikna meðgöngu (2).

Fjöldi barna fædd árlega á Íslandi eftir fæðingarþyngd

Á töflunni hér að neðan má finna upplýsingar um fjölda lifandi fæddra barna á Íslandi undanfarinn áratug eftir fæðingarþyngd.

Tafla 1.

Lifandi fædd börn á Íslandi eftir fæðingarári og þyngd. Hagstofa Íslands, 2009 (5).

Þyngd

Ár

0 – 499g

500 – 999g

1000 – 1499g

1500 – 1999g

2000 – 2499g

Alls fædd

á árinu

1998

2

13

17

31

90

4178

1999

0

15

33

38

80

4100

2000

1

18

16

29

96

4315

2001

0

11

14

19

88

4091

2002

0

11

18

28

99

4049

2003

0

5

22

27

70

4143

2004

0

7

17

37

85

4234

2005

0

13

14

39

91

4280

2006

0

14

27

41

90

4415

2007

0

18

24

39

95

4560

2008

1

14

19

38

110

4835

Samtals

4

139

221

366

994

47200

Á töflunni má meðal annars sjá að árið 2008 fæddust samtals 4835 lifandi börn, þar af voru 19 börn fædd með fæðingarþyngd undir 1500 g og 15 undir 1000 g. Þessi litlu fyrirburar eru ekki stór hluti heildarfjölda barna og eru fyrirburar léttari en 1500 g yfirleitt rétt yfir eða undir einu prósenti allra lifandi fæddra barna.

Heimildir
  1. Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Gestur Pálsson og Alexander K. Smárason (Ritstj.). (2006). Skýrsla frá fæðingaskráningunni fyrir árið 2005. Kvennadeild og Barnaspítali Hringsins, Landspítali Háskólasjúkrahús.
  2. Goldenberg, R. L., Gullane, J. F., Iams, J. D. og Romero, R. (2008). Epidemiology and causes of preterm birth. The Lancet, 371, 75-84.
  3. MacDorman, M.F., Minino, A.M., Strobino, D.M. og Guyer, B. (2002). Annual Summary of Vital Statistics-2001. Pediatrics, 110, 1037-1052.
  4. Martin, J. A., Kung, H-C., Mathews, T.J., Hoyert, D.L., Strobino, D.M., Guyer, B. og Sutton, S.R. (2008). Annual Summary of Vital Statistics: 2006. Pediatrics, 121, 788-801.
  5. Hagstofa Íslands. (2009). Lifandi fæddir eftir þyngd 1998-2008. Sótt 20. maí 2009 af http://hagstofan.is/?PageID=627&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=MAN05111%26ti=Lifandi+f%E6ddir+eftir+%FEyngd+1998%2D2008+++%26path=../Database/mannfjoldi/Faeddir/%26lang=3%26units=sm/gr