Áhyggjur

Foreldrar fá upplýsingar um á hvað aldri börn eiga að meðaltali að sýna ákveðinn þroska. Þegar þroski fyrirbura er metinn þarf að miða við leiðréttan aldur barnsins en ekki lífaldur.

Foreldrar geta átt í erfiðleikum með að meta hvenær barnið þeirra hefur náð tilteknum þroska. Hvernig á til dæmis að meta málþroska barns? Ef foreldrar skilja að barnið sé að nota eitthvað orð til samskipta við þau sem sé beint til þeirra, þá má segja að barnið sé búið að segja fyrsta orðið. Það skiptir engu máli hvert orðið er og þó enginn skilji barnið nema foreldar þess (1). Fyrirburar geta haft seinkaðan málþroska, en ef skilningur barnsins er góður þá ættu foreldrar ekki að þurfa að hafa áhyggjur þó barnið sé seint til að tala (2).

Ef áhyggjur vakna um frávik eða seinkun á þroska barnsins ættu foreldrar að ræða það í skoðun í ung- og smábarnaverndinni eða við lækni (1).

Heimildir:

  1. Allen, M. C., Donohue, P. A. og Porter, M. J. (2006). Follow-up of the neonatal intensive care unit infant. Í G. B. Merenstein og S. L. Gardner (Ritstj.), Handbook of Neonatal Intensive Care (6. útgáfa, bls.953-970). St. Louis: Mosby Elsevier.
  2. Anna Björg Aradóttir, Sesselja Guðmundsdóttir og Geir Gunnlaugsson (Ritstj.). (2009). Ung- og smábarnavernd. Leiðbeiningar um heilsuvernd barna. (Rafræn útgáfa). Reykjavík: Landlæknisembættið. Sótt 13. ágúst 2009 af http://landlaeknir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4138