Meðgangan

Miklar framfarir hafa orðið í nýburalæknisfræði og fæðingarhjálp og hafa lífslíkur ásamt batahorfum fyrirbura, að sama skapi aukist mikið undanfarna áratugi. Framfarir hafa þó ekki verið það miklar að hægt sé að koma í veg fyrir að börn fæðist fyrir tímann (Iams, Romero, Culhane og Goldenberg, 2008).

Í mörgum tilvikum getur það reynst erfitt þar sem aðdragandi fæðingar getur verið stuttur og áhættumerki ekki sýnileg. En vissir áhættuþættir auka líkurnar á fyrirburafæðingu og með greiningu þeirra og einkenna meðgöngukvilla er hægt að bregðast við hættunni og koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingu.

Hér verður greint frá aðdraganda flestra fyrirburafæðinga, helstu áhættuþáttum, helstu meðgöngukvillum sem orsakað geta slíka fæðingu og hvað tekur við ef talið er að fyrirburafæðing sé yfirvofandi.
Aðdragandi fyrirburafæðingar
Hríðir fara af stað fyrir tímann
Legvatn fer fyrir tímann
Fæðing framkölluð fyrir tímann

Áhættuþættir fyrir fyrirburafæðingu
Helstu orsakir fyrirburafæðinga
Meðgöngueitrun/yfirvofandi fæðingarkrampi
Leghálsbilun
Lega fylgju
Fylgjulos
Sýking
Hvað er gert ef fyrirburafæðing er yfirvofandi?