Elva Rós (29 vikur)

Fyrirburar

Elva Rós fæddist 13. feb 2012 eftir 29 vikna meðgöngu. Ég lá inni í mánuð fyrir fæðingu vegna blæðinga út af fyrirsætri fylgju. Við búum í Frankfurt og komum heim til Íslands í jólafríinu og áttum flug heim 8. janúar. En aðfaranótt 4 janúar byrjaði að blæða allt í einu og var ég lögð inn og mér bannað að fara …

Gunnar Leó

Fyrirburar

Þann 4 ágúst komumst við að því að við ættum von á okkar fyrsta barni, mikil hamingja, stress og ógleði en aðalega mjög mikil gleði. Þann 3 apríl áttum við von á að fá lítinn gleðigjafa í fangið okkar. Meðgangan gekk einsog í sögu, allt var svo 100% í öllum skoðunum í mæðraverndinni. Jólin voru haldin með mikilli gleði útá …

Ernir Benediktsson (34 vikur)

Fyrirburar

Síðustu vikur meðgöngunnar dvölin á sjúkrahúsinu, fæðing Ernis og fyrstu dagarnir á vökudeildinni. 24. apríl 2009 klukkan 22:24 Meðganga gengur fínt, fór í síðustu viku upp á spítalameð aukinn bjúg til að fá þær til að athuga blóðþrýstinginn minn, og þær settu mig í mónitor sem þær síðan gleymdu mér í, ég endaði á að vera þar í tvo og …

Elías Funi (34 vikur)

Fyrirburar

Elías Funi Ég var lögð inná meðgöngudeild með meðgöngu eitrun, lá þar inni í viku svo var mér tilkynnt að það þyrfti að setja mig af stað því mér var búið að versna svo mikið, ég var reyndar ekki sátt með það þar sem mamma var ekki enn komin frá ítlaíu og ég bannaði henni að koma heim daginn áður …

Alexander (28 vikur)

Fyrirburar

Alexander Ásgeirsson Rakel Þorsteinsdóttir heiti ég og Fæddi Alexander Ásgeirsson þann 26.08.09 kl 08:56 með keisara. Ég var genginn 28 +1 . Ég var lögð inn á spítalann 18  águst 2009 með mjög háanblóðþrýsting og mikla meðgöngueitrun. Ég var með svo mikinn bjúg alveg að fæðingu að ég var næstum óþekkjanleg, gat varla beygt hendur og augun voru mjög bólgin. …

Mattheus (31 vika)

Fyrirburar

Mattheus Hérna er mín saga, ég fæddi eftir 31 vikur 5 daga Þann 13. júlí flýg ég til Íslands í frí komin 27 vikur og 4 daga á leið. Strax eftir komuna til Íslands byrja ég að fá bjúg um allan líkamann. Einnig fæ ég mikil höfuðverkjaköst sem ég hélt að væri ennis og kinnholusýking. Ég fékk mér eina matskeið …

Emma Þórunn (32 vikur)

Fyrirburar

Emma Þórunn Emma Þórunn fæddist klukkan 03:59 á Landspítalanum þann 4. október 2008 eftir 32 vikna og 3 daga meðgöngu. Hún vóg 2.080 grömm og mældist 45 cm Meðgangan og fæðingin Sagan byrjaði í raun rúmri viku áður, eða þann 24. september 2008 þegar ég hafði fundið fyrir túrverkjum og samdráttum í rúman sólarhring og fór í skoðun á fæðingargang …

Emma Sigrún (32 vikur)

Fyrirburar

Emma Sigrún Ég átti tvær eðlilegar meðgöngur og fæðingar að baki fyrir utan mikla grindagliðnun en strax í byrjun þessara var einhvað öðruvísi. Ég byrjaði snemma á meðgöngunni að fá blæðingar og samdrætti og gat ekki klárað önnina í skólanum þar sem lítil áreynsla leyddi í mikla samdrætti. Á 31 viku komu kröftugar blæðingar og ég var skoðuð uppá lansa. …

Kristófer Örn (30 vikur)

Fyrirburar

Sæl, ég átti drenginn minn á 30 viku árið 2000. Hann var fyrsta barn okkar og við áttum ekki von á því að enda með hann á vökudeildinni í 2 mánuði en það gekk allt vel sem betur fer. En hér er sagan. Ég var komin 29 vikur þegar að ég fer í skoðun á fimmtudegin og þar mældust 2 …

Alexander (33 vikur)

Fyrirburar

Halló. Ég eignaðist dreng 6 vikum fyrir tíman eða á 33 viku og 2 dögum. Ég var með meðgöngueitrun og það gerðist mjög snöggt. Ég fann ekki fyrir neinu alla meðgönguna, ekki morgunógleði, mjamagrindin flott allt gekk vel. Á 26 viku þá fór blóðþrýstingurinn að hækka en ekki til að gera veður út af. Á 30 viku er komin 1+ …