Elías Funi (34 vikur)

Fyrirburar

Elías Funi

Ég var lögð inná meðgöngudeild með meðgöngu eitrun, lá þar inni í viku svo var mér tilkynnt að það þyrfti að setja mig af stað því mér var búið að versna svo mikið, ég var reyndar ekki sátt með það þar sem mamma var ekki enn komin frá ítlaíu og ég bannaði henni að koma heim daginn áður þvi eg helt að ég væri ekkert að fara eiga strax!!

En svona var þetta ekkert hægt að gera nema mamma dreif sig með næstu vél á átti að vera kominn fyrir það ,, ljósan sagði að það væri allt í lagi þvi ég væri pottþétt allavega fram fyir kvöld mat að þessu og mamma ætti að lenda kl 3. svo hún myndi alveg ná þessu,, róaðist ég nú við það. Ég var genginn 34+2 daga þegar eg var sett af stað.

Ég fékk fyrstu töfluna kl. 10 um kvöldið svo aðrafjórum tímum seinna en ekkert gerðist nema smá túrverkja seiðingur fékk svo en aðra ekkert skeði. En svo var sprengdur belgurinn og þá byrjuðu alvöru verkrirnir en þeir voru ekkert svo sterkir, fékk svo mænudeyfinu (til að lækka blóðþrýtinginn ) og dripp þá byrjuðu sko vondir verki þrátt fyrir mænudeyfinu. Þeir voru svo hissa á þessu svomér var gefin ábót og lagað í mænunni en þetta versnaði og versnaði og eg var byrjuð að öskra úr mer líftúruna af verkjum! svo eg fékk aðra ábót og núna hreina óblanda deyfinu en NEIBB ekkert lagaðist nema ég deyfðist smá hægra meigin en ekkert vinstra megin.

Ég fékk held eg 5 sinnum ábót. Ég heimtaði að fara á klósettið en þau leyfðu mér það ekki eg bara sagði jú og fór af stað inná klósett sem ég loksins fékk að fara á.Ég labbaði svo útaf klósettinu og sagði ég þarf að kúka en það kemur ekkert! Ljósan sagði NEI þú getur ekki verið komin með kúka tilfinguna strax þú ert bara með 4 í útvíkkun! Hún semsagt var nýbúin að skoða þegar ég stóð upp til að fara á klósettið . En í 5 mín í viðbót var ég orðin örmagna að það var svo mikill þrýstingur niður og voru komnir heilir 8 læknar inn til mín !
Hún athugaði svo útvíkkuna og hún var komin í 10 ! Allir voru ekkert smá hissa semsagt á 10 mín var útvíkkuni komin úr 4 í 10 ! Mér leið strax betur þegar ég fékk að fara rembast. Þormóður var hliðin á mér og hélt i aðra löppina og ljósan í hina, einnig var tengdó með mér og frænka mín að taka video og myndir:)

Ég þufti að vera með súrefni allan tíman meðan eg var að rembast því ég var allaf í líða út þegar eg var með hríðar áður en eg fór að rembast og var búin að bulla svo mikið að enginn skildi mig, svo eg þufti að fá súrefni og gubbaði en svo lagaðist það og ég náði að halda súrefni og rembast.

Þormóður stóð sig svo vel eins og hann hafði aldrei gert neitt annað. Fyndið samt að segja frá því þegar hann var að láta mig anda í súrefnisgrímuna og ég var eitthvað að reyna biðja um vatn og hann skildi mig ekki og setti grímuna framan í mig og hélt henni fastri og hann er nú svaklega sterkur og ég var að reyna ýta honum í burtu og hann sagði Bylgja mín anda inn og út anda inn og út haha. Svo sagði ljósan, Þormóður minn hún getur ekki andað því þú heldur grímunni fastri hahaha. Égvarð brjáluð og byrjaði að öskra á hann að drullast til að rétta mér vatnið haha (þetta er gríma sem þú andar bara að þér og svo lokast yfir og þú tekur grímuna í burtu og andar út hehe)

Svo eitt skipti var þormóður orðin svo spenntur og var að horfa á þegar kollurinn kemur smá út og hélt í hnéið á mér og hnakkan hann var svo mikið að horfa að hann sagði eitt tveir og rembast og kreisti mig svo saman og horfði á kollin koma og sagði sjáðu sjáðu hann er með mikið hár og horfði svo á mig og sagði guð fyrir gefðu þá var hann búin að kreysta mig svo fast saman að ég var nánást komin með andlitið mitt í klofið á mer

:27:

Það tók mig um 40 mín að rembast svo kom Litla ljósið mitt í heimin kl 15:24 semsagt sirka 5 tímar frá fyrstu verkjumSmileþetta var æðislegt en mamma mín náði því miður ekki og var eg alveg miður mín en hún kom og fékk að skoða hann upp á vöku. Fékk að halda á honum í 30 sek en það sem var síðan sagt mér eftir á að hann andaði ekki strax og Þormóður var í sjokki og gat ekki sagt neitt. Ég hélt að allt væri í lagi, mér var ekki sagt þetta fyrir en fyrir mánuði síðan að hann andaði ekki strax og þurfti að hjálpa honum að anda hann var sem betur fer bara svona blá/grár á litin ekki alveg blár :/

Honum var svo rúllað á vökudeild þar sem ég stóð strax upp eftir fæðinguna og vildi fara með, hehe ljósan spurði bara hvað ert þú að gera? Ég uh fara með barinu mínu. Hún var ekki einusinni búin að gá hvort eg væri rifnuð eða ekki sem ég var nú ekki, rifnaði ekki neitt:) Fékk bara fara beint í buxur og labbaði með (þær heldu að eg væri crayzí því eg átti að fara með hjólastól og kallin elti mig og skipaði mér að setjast, ég NEI ég get alveg labbað!

En svo settist Ég í stólin í smá stund því allt í einu þegar ég var búin að labba smá dofnaði ég í löppunum! Já eftir fæðinguna takk fyrir! En ég gat samt labbað og lagst ekki niður fyrir en um 3 um nóttina ..
Hann fór á brjóst nokkra tíma gamall og fékk strax mjólk því eg byrjaði að mjólka um 12 að miðnætti. Þá byrjði bara allt að flæða þegar ég var að fara sofa svo eg flýttimérbara á vöku og gaf stráknum. Þær á spítalanum sögðust ekki hafa sér annað eins hvað stelpa byrjaði bara mjólka stax og hvað þá eftir svona sjokk að eiga fyribura. Évar reyndar í sjokki þegar byrjaði að leka því eg vissi ekkert hvað eg átti að gera ! hahaha var heppin að brjóstarágjafi kom og útbjó handa mér eitthvað dæmi sem ég átti að fara í:)

Hann var á vöku í 9 daga og var hann svo svakalega duglegur því hann tók brjósitð strax og snuð lika, svo pela þegar þurfti að gefa honum svoleiðis þegar hann fékk guluna. Hann fékk svakalega gulu hann var í ljósum í 2 -3 daga, man það ekki alveg 🙂 Hann er enþá brúnn í dag 6 mánaða hehe 😉 Hann kom svo heim rétt áður en pabbi hans var að fara á ólympíuleikana:)bara fallegastur og bestur 🙂 ;*

Hér koma nokkrar myndir:

Klukkutíma gamall að fá sondu

Skoðar mömmu sína vel 🙂

Þurfti svo að fara í ljós

Fyrsta skiptið hans í vöggu og fyrsta sinn sem ég sá hann í vöggunni kom ég að honum svona, greinilega svona mikill hávaði þegar maður er kominn úr kassanum.