Alexander (33 vikur)

Fyrirburar

Halló. Ég eignaðist dreng 6 vikum fyrir tíman eða á 33 viku og 2 dögum. Ég var með meðgöngueitrun og það gerðist mjög snöggt. Ég fann ekki fyrir neinu alla meðgönguna, ekki morgunógleði, mjamagrindin flott allt gekk vel.

Á 26 viku þá fór blóðþrýstingurinn að hækka en ekki til að gera veður út af. Á 30 viku er komin 1+ í þvagið og þrýstingurinn aðeins að hækka og ég hætti að vinna fór í veikindaleyfi. (Ég hekklaði saumaði og horfði á sjónvarpið til skiptis í 3 vikur) passaði að hvíla mig vel því mikið var í húfi. Alexander er glasabarn, keisari og fyrirburi það var mikið haft fyrir snúðnum.Jæja aftur að sögunni:

Miðvikudagur 23. september 2009

Ég fer í mæðraskoðun þann 23 september þá er blóðþrysitngurinn mjög hár og 3+ í þvagi og bjúgurinn maður úff.CryÉg er send stax á fæðingardeildinna á L.S.P og þar á gjörgæslu. Ég var hrædd maðurinn minn út á sjó í Rússlandi (er á ransóknarskipi). Guðjón bróðir minn og kona hans Gulla keyru mig svo kom móðir mín um kveldið. Ég var með alskonar rit og alltaf að taka blóðprufur og sprautað sterum í mig og ég var einsog eldhnöttur. Jæja ég mátti að sjálfsögðu ekkert borða en hvað mig langaði í reykta ýsu með kartöflum og smjöri heitt te með mjólk og sykri og ristað brauð með marmelaði (ég borða þetta yfir leitt aldrei). Jæja ég grenjaði út klaka hjá ljómæðrum seð sátu yfir mér og þær skömmtuðu hann samviskusamlega (lítið).

Fimmtudagur 24. september 2009

Þórður fyrirburalæknir komog sagði að barnið myndi fæðast 25. september um morguninn. Ég grét ogátti pínu bágt, maðurinn út á sjó svo langt í burtu! En ég hafði mömmu og svo náttúrulega Lovísu Karítas (syturdóttir mín) sem er guðmóðir hans í dagen hún var viðstödd fæðinguna.

Föstudagur 25. september 2009

Ég átti góða nótt það var yndisleg Ljósmóðir sem var hjá um nóttina hún heitir Stella. Lovísa Karítas kom um kl. 8 og um kl. 9 var farið að undirbúa mig fyrir mænudeifingu og ég keyrð á skurðstofunna. Þegar þangað var komið brast ég í grát, skíthrædd við allt saman. Jæja nú hófst mænudeifingin ég var með mikinn bjúg í baki þannig að þetta var dáltið erfitt en það gékk.

Stórastundin runnin upp klukkan 10:19 er prinsinn kominn í heiminn og það heyriðst um stofuna ,,það er typpi“ (Frænka Lú) Lovísa Karítas. Við héldum alla meðgönguna að þarna væri stelpa á ferð en það kom drengur-41 cm og 1,580 gr (6 merkur).

Hann var á vökudeildinni í 23 daga og þurfti aldrei súrefni eða neinir öndurarerfileikar. Hann þurfti að stækka og fitna (og mamman í átak). Ég lenti í því að þurfa að fara í aðgerð á sunnudeginum 27. sept því að ég þoldi ekki heftin og lak bara en það gékk bara vel og ég fékk sauma, voða fína. Ég kom heim 28. sept og ekki í ástandi til eins eða neins ég missti á einni viku 14 kíló af vökva (bjúg). Ég grét í viku mér fannst allt svo erfitt og ferðirnar upp á vökudeild voru mér bara lækning, ég var eins mikið þar og ég hafði heilsu til. Pabbinn kom 8. okóber og þá var allt miklu léttar hjá okkur. Alexander kom heim til sín þann 16. október og hefur bara braggast síðan. Ég hefði gjarnan viljað á þessum tíma getað lesið álíka reynslusögu þannig að manni hefði liðið betur, en þetta er okkar saga í stuttu máli.Grin

Fríða og Alexander