Gunnar Leó

Fyrirburar

Þann 4 ágúst komumst við að því að við ættum von á okkar fyrsta barni, mikil hamingja, stress og ógleði en aðalega mjög mikil gleði. Þann 3 apríl áttum við von á að fá lítinn gleðigjafa í fangið okkar.

Meðgangan gekk einsog í sögu, allt var svo 100% í öllum skoðunum í mæðraverndinni.
Jólin voru haldin með mikilli gleði útá landi en því miður þurftum við að fara til Reykjavíkur aftur 26 desember svo ég kæmist í vinnu. Til allra hamingju fórum við í bæinn á þessum tíma.

Laugardaginn 28 desember komin 26+2 daga á leið fór ég í vinnu og allt ósköp eðlilegt að ég hélt, nema eitt skiptið sem ég fór til þess að pissa þá kom í ljós að einhvað var í gangi, blóð útum allt. Ég með mitt fyrsta barn vissi ekki hvað ég átti að gera og tók þá ákvörðun að keyra heim og hringdi í manninn minn í leiðinni sem heyrði að ekki var allt í góðu og var sem betur fer með meiri rökhugsun en ég og við brunuðum uppá spítala.

Ég var sett í rannsóknir og maðurinn sendur heim að sækja skjöl um mig því og ég minni hann á að taka föt á mig með þar sem ég var auðvitað á leiðinni heim þegar skoðunin yrði búin. Ég hafði aldrei fengið verki né samdrætti svo ég hafði ekki hugmynd hvað gæti verið í gangi.

Ég var sett í monitor og þá fannst hjartsláttur barnsins strax sem var mikill léttir.

Á meðan hann brunar heim er ég send í „akút“ keisara. (ekki gafst tími til að gefa stera sem hjálpar lungum barnsis að þroskast) Þegar maður minn kemur til bara er kúturinn okkar kominn í heiminn….

við vorum mætt uppá spítala um 16:00. 16:23 var búið að leggja mig inn á spítala og drengur kominn í heiminn kl 16:45. 722gr og 34 cm.
Ég hafði fengið mjög bráða megöngueitrun og bæði ég og sonur minn orðin mjög veik. Hann fór beint uppá vökudeild í öndunarvél.

Næstu 6 dagar eru svolítið í móðu, og í rauninni vitum við ekki hve langur tími leið þar til mér rúllað uppá vökudeild í rúminu og fékk að sjá soninn í fyrsta skiptið, en sökum sjóntruflana sem fylgdu meðgöngueitruninni sá ég ekki neitt, ég var ekki enþá búin að átta mig á þessu. En var samt byrjuð að gera allt sem ég gat fyrir fallega barnið og byrjaði að mjólka mig. Það var alltaf jafna gaman að fara upp með nokkra dropa í glasi sem við fengum svo að gefa honum í sonduna.

Ég var rúmliggjandi fyrstu 3 dagana held ég, á miklum lyfjum en Þegar ég fór að komast upp í hjólastól þá fór allt að verða raunverulegra og ég byrjaði að átta mig á því að ég ætti þennan fallega dreng.

3 janúar gekk ég fyrsta skipti sjálf uppá vökudeild, og við fórum heim 4 janúar. Það var mjög skrítin tilfinning að fara heim með ekkert barn en við vissum að hann var í góðum höndum uppá vökudeild og það róaði okkur mikið. Núna snérust dagarnir um það að mjólka mig þar sem það var allt sem ég gat gert fyrir son minn á þessum tíma og vera hjá honum á daginn.

Þann 15 janúar kemur hann í fyrstaskiptið útur hitakassanum og fékk að vera í mömmu fangi í 15 mínútur. Þann 28 janúar fékk ég hann næst í fangið og þá fór hann koma hérumbil daglega í fangið og fékk að fara í pabba fang um 2 vikum seinna.
31 janúar losnaði hann úr öndunarvél sem hann var búinn að vera fastur við í mánuð.

Þann 22 mars var komið að heimferð þá vorum við búin að vera 3 mánuði á vökudeild.
Við vorum mjög örugg að fara með hann heim eftir góðan undirbúning á vökudeildinni.

Í dag er Gunnar leó 10 mánaða eða 7 mánaða í leiðréttum aldri.
Hann er hraustur,flottur og sterkur.
Hann skríður útum allt, stendur upp með hlutum og er bara flottur.

Við þökkum starfsfólki vökudeildar kærlega fyrir. Yndislegasta fólk sem hægt er að hugsa sér