Alexander (28 vikur)

Fyrirburar

Alexander Ásgeirsson

Rakel Þorsteinsdóttir heiti ég og Fæddi Alexander Ásgeirsson þann 26.08.09 kl 08:56 með keisara. Ég var genginn 28 +1 .

Ég var lögð inn á spítalann 18  águst 2009 með mjög háanblóðþrýsting og mikla meðgöngueitrun. Ég var með svo mikinn bjúg alveg að fæðingu að ég var næstum óþekkjanleg, gat varla beygt hendur og augun voru mjög bólgin. Ég fékk 2stera sprautur dagana sem ég var á spítalanum. 25 águst byrjaði vel og það var bara mældur blóðþrýstingur og hann var svoldið hár, mamma og pabbi komu í heimsókn eins og alla hina dagana. Svo fóru þau og ég og kærasti minn fengum okkur að borða. Þá var ég kominn með nokkra verki, kærastinn kallaði á hjukkuna og hun kom með mónitor, en það var ekkert á mónitornum, sem sagt allt í lagi með barnið. Þá byrjaði eg að fá krampa í lappirnar og gat ekki verið kyrr, svo komu fleiri læknar að koma og ég fékk einhverja sprautu og ég datt út  í svona 2 mín. Svo kom ég aftur og var þá með verki undir brjóstunum(rifbeinunum) og byrjaði svo að æla og var keyrð uppá fæðingargang.

En ég mátti ekki fara í keisara vegna þess að það var nótt, ég átti að fara í keisarann kl 08.00 26 águst. Ég var með dreipi í mér og hjukku sem var yfir mér alla nóttina. Mér fannst svo óþæginlegt að vera með mónitorinn á mér að ég gat ekkert sofið, svo hun tók hann og ætlaði að færa hann  en þá fann hun engann hjartslátt og ég bara eila fékk vægt sjokk svo hun kallaði á aðra hjukku og hun fann. Málið var að ég var ekki með neinu bumbu að það þurfti  að herða mónitorinn svo fast á mér til að eitthvað fynndist. Svo kl 08:00 morguninn 26 águst fór ég í keisara ég var mænudeifð og keisari gekk vel nema það að ég ældi og að ég þurfti súrefni í nef . Kærastinn var hjá mér allan tímann og fullt að æðilegu fólki.

Ég átti fallegan strák kl 08.56 26 águst hann var 1100gr og38 cm.Ég var svo látinn í herbergi þar sem ég átti að sofa, kærastinn fór uppá vökudeild og tók myndir fyrir mig af þessum fallega strák. Ég var í eftiliti í sólarhring eftir aðgerðina , og ég sá hann 2 daga gamlann þá fór ég fyrst ur rúminu og í hjólastól.

Vökudeild:

Hann var á öndunarvél i 2 daga og svo fór hann beint á Cpap. Hann var á H1 svoldið lengi svo fór hann á H2 og svo á vaxtarækt. Hann var með opna lífæð en hún lokaðist, hann var lika með gat á milli brjósthola. Hann var svoldið lár í blóði og er enn, það er verið að fylgjast með því. Hann var svo duglegur að æfa sig að fara af cpap. Hann var að taka stundur bradicardur en ekkert sem þurfti stim og var bara duglegur að stækka. En við vorum á vökudeild frá 26 águst til 23 október  og allir voru frábærir læknar sem hjukkur:D..þær gerðu allt þetta svo auðvelt fyrir okkur ..