Gunnar Leó

Fyrirburar

Þann 4 ágúst komumst við að því að við ættum von á okkar fyrsta barni, mikil hamingja, stress og ógleði en aðalega mjög mikil gleði. Þann 3 apríl áttum við von á að fá lítinn gleðigjafa í fangið okkar. Meðgangan gekk einsog í sögu, allt var svo 100% í öllum skoðunum í mæðraverndinni. Jólin voru haldin með mikilli gleði útá …

Ernir Benediktsson (34 vikur)

Fyrirburar

Síðustu vikur meðgöngunnar dvölin á sjúkrahúsinu, fæðing Ernis og fyrstu dagarnir á vökudeildinni. 24. apríl 2009 klukkan 22:24 Meðganga gengur fínt, fór í síðustu viku upp á spítalameð aukinn bjúg til að fá þær til að athuga blóðþrýstinginn minn, og þær settu mig í mónitor sem þær síðan gleymdu mér í, ég endaði á að vera þar í tvo og …

Reynslusaga af meðgöngueitrun

Fyrirburar

Mér og manninum mínum var búið að dreyma lengi um að eignast barn. Við ákváðum síðan loksins að láta verða af því og ég hætti á pillunni. Þar sem ég er ekki þolinmóðasta manneskja í heiminum þá tók ég þungunarpróf mánuði seinna en það reyndist neikvætt. Við urðum bæði mjög svekkt en það sýndi okkur að þetta var það sem …

Tvíburar A og B (35 vikur)

Fyrirburar

Ég byrjaði að fá verkjalausa samdrætti einhverntíma um 16 vikur. Ég vissi ekki alveg hvað samdrættir voru, þetta voru fyrstu börnin okkar, en hafði lesið mér töluvert til um tvíburameðgöngur og hættu á fyrirburafæðingu sem fylgir því. Ég var mjög stressuð yfir þessu, stundum þegar ég lá uppi í rúmi á kvöldin komu samdrættirnir í röðum, hver á eftir öðrum, …

Kristófer Örn (30 vikur)

Fyrirburar

Sæl, ég átti drenginn minn á 30 viku árið 2000. Hann var fyrsta barn okkar og við áttum ekki von á því að enda með hann á vökudeildinni í 2 mánuði en það gekk allt vel sem betur fer. En hér er sagan. Ég var komin 29 vikur þegar að ég fer í skoðun á fimmtudegin og þar mældust 2 …

Mattheus (31 vika)

Fyrirburar

Mattheus Hérna er mín saga, ég fæddi eftir 31 vikur 5 daga Þann 13. júlí flýg ég til Íslands í frí komin 27 vikur og 4 daga á leið. Strax eftir komuna til Íslands byrja ég að fá bjúg um allan líkamann. Einnig fæ ég mikil höfuðverkjaköst sem ég hélt að væri ennis og kinnholusýking. Ég fékk mér eina matskeið …

Alexander (28 vikur)

Fyrirburar

Alexander Ásgeirsson Rakel Þorsteinsdóttir heiti ég og Fæddi Alexander Ásgeirsson þann 26.08.09 kl 08:56 með keisara. Ég var genginn 28 +1 . Ég var lögð inn á spítalann 18  águst 2009 með mjög háanblóðþrýsting og mikla meðgöngueitrun. Ég var með svo mikinn bjúg alveg að fæðingu að ég var næstum óþekkjanleg, gat varla beygt hendur og augun voru mjög bólgin. …

Elías Funi (34 vikur)

Fyrirburar

Elías Funi Ég var lögð inná meðgöngudeild með meðgöngu eitrun, lá þar inni í viku svo var mér tilkynnt að það þyrfti að setja mig af stað því mér var búið að versna svo mikið, ég var reyndar ekki sátt með það þar sem mamma var ekki enn komin frá ítlaíu og ég bannaði henni að koma heim daginn áður …

Þorbergur

Fyrirburar

Fæðingarsagan hans Þorbergs. Ég var sett 18 október en hann kom í heiminn 2 júli eftir 24 vikna og 5 daga meðgöngu. Ég semsagt vakna við klukkuna þennan föstudagsmorgunn kl. sjö og ætla að  fara standa upp og vekja stelpuna mína í leikskólann,  þegar mér finnst ég þurfa rosalega að pissa. En þegar ég reysi mig upp þá er bara …

Halldór Kjaran – fæðingarsaga

Fyrirburar

Halldór Kjaran – fæðingarsaga Þegar von er á barni eru ýmsar spurningar sem vakna upp og margt sem verðandi foreldrar spá og spekúlera. Þegar ég sá fyrir mér fæðingu sonar míns sá ég, eins og flestar aðrar verðandi mæður, fyrir mér að barnið fæddist fullburða og allt yrði sveipað bleiku skýi og ég ætlaði mér sko ekki að liggja lengi …