Fæðingarsagan hans Þorbergs.
Ég var sett 18 október en hann kom í heiminn 2 júli eftir 24 vikna og 5 daga meðgöngu.
Ég semsagt vakna við klukkuna þennan föstudagsmorgunn kl. sjö og ætla að fara standa upp og vekja stelpuna mína í leikskólann, þegar mér finnst ég þurfa rosalega að pissa. En þegar ég reysi mig upp þá er bara allt í blóði í rúminu. Maðurinn minn hringir strax á sjúkrabíl sem kemur og fer með mig í bæinn en blæðingin stoppar ekki og fannast mér eins og barnið væri bara að koma.
Þegar í bæinn var komið var ég sett í skoðun strax og kemur í ljós að fylgjan er fyrirstæð og hefur losnað eitthvað frá þannig var farið að blæða mikið. Þarna var ég lögð inn og ég mátti ekkert hreyfa mig neitt bara liggja ekki sturtu eða klósett notaði bekken. Á mánudeginum fannst mér ég vera orðin eitthvað skrýtin og var bara orðin mjög veik þarna á miðvikudagsmorgninum kom mamma til mín mjög snemma og þegar hún kom inná stofuna var ég eginlega orðin meðvitundarlaus og það fór allt á fullt var ég sett í bráðakeisara strax. Þorbergur fæddist, eftir 24 vikna meðgöngu og 5 daga og var við fæðingu 510 grömm, eða 2 merkur og 29.5 cm.
Þegar ég vakna er ég á gjörgæsludeild kemst ég að því að ég var semsagt komin með meðgöngueitrun á mjög háu stigi þegar ég var sett í keisarann. Ég var svo flutt niður þegar ég var búin að jafna mig aðeins og þær fóru með mig í rúminu upp á vöku til að kíkja á strákinn..
Hann var á hágæslu svo á gjörgæslu og svo á vaxtarrækt og var alveg í 2 mánuði í öndunarvél og svo í cpap vélini. Honum gekk mjög vel inn a vöku við vorum með hann í 4 mánuði þar eða 16 vikur inniliggjandi og var þetta mjög erfiður tími oft á tíðum, en starfsfólkið frábært og vildi allt fyrir okkur gera.
Þegar við fengum að fara með hann heim var hann orðin rúm 2 kíló hann er í dag lungaveikur og með greiningar en gengur mjög vel með hann þrátt fyrir allt saman…:)