Fyrri fyrirburafæðing, fæðingarsaga konunnar og fjölskyldu

Ef kona hefur áður fætt fyrirbura er hún í aukinni áhættu á að fæða aftur fyrir tímann. Eigi kona systur sem fætt hefur fyrir tímann er hún líklegri en aðrar konur til að eiga sjálf fyrir tímann og einnig kona sem sjálf var fyrirburi. Konur sem fætt hafa léttbura eru líklegri til að fæða aftur of létt barn, hálfsystkini sem eru sammæðra hafa tilhneigingu til að fæðast með svipaða fæðingarþyngd en hálfsystkini sem eiga sama föður sýna ekki sömu tilhneigingu. Fjölskyldusaga er þó mun veigaminni áhættuþáttur en aðrir, svo sem ástand móður á núverandi meðgöngu og reykingar (1,2).

Heimildir:
  1. Winkvist A., Mogren, I., Hogenberg U. (1998). Familial patterns in birth characteristics: impact on individual and population risks. International Epidemiological Association, 27. 248-54.
  2. Porter, T. F., Fraser, A. M., Hunter, C. Y., Ward, R. H., Varner, M. W. (1997). The risk of preterm birth across generations. Obstetrics and Gynecology, 90, 93-67.