Áhættuþættir fyrir fyrirburafæðingu

Eftirfarandi áhættuþættir auka líkur á fyrirburafæðingu:

Áhættuþættir á meðgöngu (1,2,3,4)

Fjölburameðganga

Reykingar, áfengis og vímuefnanotkun móður.

Blæðing á meðgöngu.

Sýkingar hjá móður.

Bráð veikindi á meðgöngu.

Háþrýstingur á meðgöngu.

Of mikið eða of lítið legvatn.

Streita og álag hjá móður.

Undir þyngd móður við upphaf meðgöngu.

Ófullnægjandi þyngdaraukning á meðgöngu .

Hár eða lágur aldur móður (undir 18 ára eða yfir 40 ára).

Lág félagsleg og efnahagsleg staða.

Langvinnandi sjúkdómar móður

sykursýki, nýrnasjúkdómar, hjarta- og æðasjúkdómar og öndunarfærasjúkdómar.

Áhættuþættir tengdir sögu móður og fyrri meðgöngum

Fyrri fyrirburafæðing (1).

Fjölskyldusaga um fyrirburafæðingar (3).

Fósturmissir eða andvana fæðing eftir 19-22 vikur (5).

Fósturlát fyrir 18 vikna meðgöngu eru ekki talin setja konur í sérstakan áhættuhóp fyrir að fæða fyrir tímann (6,7) nema undirliggjandi ástæða þess sé t.d. leghálsbilun.

Aðgerðir á leghálsi svo sem keiluskurður vegna frumubreytinga (8) og útskaf vegna fósturláts eða fóstureyðingar getur aukið líkurnar á því að kona fái leghálsbilun og fæði fyrir tímann í kjölfarið (9).

Heimildir:
  1. Carey, J. C. og Gibbs, R. S. (2008). Preterm Labor and Post–term Delivery. Í R. S. Gibbs, B. Y. Karlan, A. H. Haney og I. Nygaard. Danforth´s obstetrics and gynecology. (10. útgáfa, bls. 165-186). Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins. (Rafræn útgáfa).
  2. Copper, R. L., Goldenberg, R. L., Das., A., Elder, N., Swain, M., Norman, G. o.fl. (1996). Preterm prediction study: maternal stress is associated with spontaneous preterm birth at less than thirty-five weeks gestation. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 174, 1286-1292.
  3. Lepley, M. og Gogoi, R. G. (2006). Prenatal enviroment: effect on neonata outcome. Í G. B. Merenstein og S. L. Gardner (Ritstj.), Handbook of Neonatal Intensive Care (6. útgáfa, bls. 11-36). St. Louise: Mosby.
  4. Pillitteri, A. (2003). Maternal & Child Health Nursing: Care of the Childbearing & Childrearing Family (4. útgáfa). Philadelphia: Lippincott Williams og Wilkins.
  5. Goldenberg, R. L., Mayberry, S. K., Copper, R. L., Dubard, M. B. og Hauth, J. C. (1993). Pregnancy outcome following second-trimester loss. Obstetrics and Gynecology, 81, 444-446.
  6. Iams, J. D., Goldenberg, R. L., Mercer, B. M., Moawad, A., Thom, E., Meis, P. J. ofl. (1998). The preterm prediction study: recurrence risk of spontaneous preterm birth. Obstetrics and Gynecology, 178, 1035-1040.
  7. Slattery, M. M. og Morrison, J. J. (2002). Preterm delivery. The Lancet, 360, 1489-1497.
  8. Jakobsson, M., Gissler, M., Sainio, S., Paavonen, J. og Tapper, A. (2007). Preterm delivery after surgical treatment for cervical intraeptihelial neoplasia. Obstetrics & Gynecology, 109, 309-313.
  9. Zhou, Q., Sørensen, H. T. og Olsen, J. (1999). Induced abortion and subsequent pregnancy duration. Obstetrics & Gynecology, 94, 948-953.