Sýkingar

Fyrirburar eru í meiri sýkingarhættu en fullburða börn (1). Sýking á sér stað þegar bakteríur, veirur eða sveppir fara á einhvern stað í líkamanum þar sem þeir finnast ekki vanalega (2). Barnið getur fengið sýkingu í móðurkviði eða þegar það fæðist enda er slíkt ein helsta ástæða fyrirburafæðinga. Einnig er hægt að fá sýkingu eftir fæðingu.

 

Fyrirburar hafa skert ónæmi fyrir sýklum og minna magn af mótefnum í blóði en fullburða börn. Því er mjög mikilvægt að alltaf sé gætt fyllsta hreinlætis og heimsóknir og umgengni á nýburadeildum takmörkuð.

 

Barn getur fengið blóðsýkingu, þvagfærasýkingu, húðsýkingu eða haft sýkingu í lungum eða þörmum (1). Algengust er lungnasýking (2). Einkennin geta meðal annars verið hækkaður líkamshiti, vannæring, breyting á öndun, meltingarvandamál auk breytinga í vöðvaspennu barnsins og hreyfingum (1). Meðferðin við sýkingum er að gefa barninu sýklalyf sem hentar hverju sinni og veita öndunaraðstoð ef þörf krefur. Góð hjúkrun er lykilatriði til þess að hjálpa barninu að berjast við sýkinguna (2).

 

Heimildir:

  1. Speck, W. T., Aronoff, S. C. og Fanaroff, A. A. (1986). Í M. H. Klaus og A. A. Fanaroff (Ritsj.), Care of the High-Risk Neonate. (3. útgáfa, bls. 171-201). Philadelphia: W. B. Saunders Company.
  2. Askin, D. F. (2002). Major medical problems. Í J. Zaichkin (Ritstj.), Newborn Intensive Care: What Every Parent Needs to Know (2. útgáfa, bls. 165-209). California: NICU INK Book Publishers.

Félagið

Félag fyrirburaforeldra var stofnað árið 2008.

Félagið er ætlað öllum fyrirburaforeldrum til að hittast og ræða saman og til að gæta hagsmuna fyrirbura og foreldra þeirra.

Væntanlegt er hér á vefinn upplýsingar um félagið og lög þess og hvað helst sé á dagskrá hjá félaginu hverju sinni.

Aðalfundur verður haldinn snemma árs og eru áhugasamir beðnir um að fylgjast auglýsingu hér á vefnum og á facebook síðu fyrirburaforeldra.

Um síðuna

Umsjónarmaður síðunnar er Drífa Baldursdóttir lýðheilsufræðingur og fyrirburamóðir. Hægt er að hafa samband í gegnum vefpóst á drifa@fyrirburar.is

Heimasíðan er unnin af Drífu Baldursdóttur fyrirburamóður. Sambýlismaður hennar Sveinbjörn Hafsteinsson og fyrirburamamman Baddý Sonja Breidert sáu um tæknilegu hliðina við uppsetningu heimasíðunnar.

Um verkefnið

Fræðsluefnið sem er á síðunni vann Drífa sem meistaraverkefni í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2009, undir leiðsögn dr. Geirs Gunnlaugssonar prófessors við skólann og með samvinnu við yfirmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Þórð Þórkelsson yfirlækni og Ragnheiði Sigurðardóttur deildarstjóra.
Þróunarverkefnið um gerð vefsíðunnar fyrirburar.is hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009.

Þessi heimasíða er tileinkuð Hildi Arneyju dóttur Drífu sem kom í heiminn 11 vikum of snemma, því án hennar innkomu í líf hennar hefði þetta verkefni aldrei orðið að veruleika.