Naflaleggur

Stundum þarf að koma fyrir legg í nafla barnsins (e. umbilical line / catheter). Leggur þessi er örmjó plastslanga sem er ýmist þræddur í bláæð eða slagæð í nafla barnsins, sérstaklega ef barnið er með öndunarörðugleika en þá þarf oft að taka úr því blóð. Hægt er að gefa barninu vökva, næringu og lyf í gegnum naflalegginn auk þess að taka þaðan blóðsýni. Hafi barnið slagæðalegg er hann tengdur við þrýstingsnema (e. transducer) til að hægt sé að mæla stöðugt blóðþrýsting barnsins og sýna hann á síritanum (1,2).

Ógnvænlegt getur verið að sjá legginn í nafla barnsins og telja foreldar oft að sársauki þess sé töluverður. En barnið finnur ekki til, engar taugar eru þar sem leggurinn er staðsettur og því ein sársaukaminnsta aðferð til að taka blóð og fylgjast með líðan þess. Starfsfólk aðstoðar foreldra og leiðbeinir um hvernig hreyfa megi barnið eða halda á því meðan það er með naflalegg (3).

Heimildir:
  1. Bradford, N. (2000). Your premature baby. London: Frances Lincoln Ltd.
  2. Zaichkin, J. (2002b). A different beginning. Í J. Zaichkin (Ritstj.), Newborn Intensive Care: What Every Parent Needs to Know (2. útgáfa, bls 15-31). California: NICU INK Book Publishers.
  3. Bradshaw, W. T., Turner, B. S. og Pierce, J. R. (2006). Physiologic monitoring. Í G. B. Merenstein og S. L. Gardner (Ritstj.), Handbook of Neonatal Intensive Care (6. útgáfa, bls.139-156). St. Louise: Mosby.