Meðgangan

Miklar framfarir hafa orðið í nýburalæknisfræði og fæðingarhjálp og hafa lífslíkur  ásamt batahorfum fyrirbura, að sama skapi aukist mikið undanfarna áratugi. Framfarir hafa þó ekki verið það miklar að hægt sé að koma í veg fyrir að börn fæðist fyrir tímann (Iams, Romero, Culhane og Goldenberg, 2008).

Í mörgum tilvikum getur það reynst erfitt þar sem aðdragandi fæðingar getur verið stuttur og áhættumerki ekki sýnileg. En vissir áhættuþættir auka líkurnar á fyrirburafæðingu og með greiningu þeirra og einkenna meðgöngukvilla er hægt að bregðast við hættunni og koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingu.

Hér verður greint frá aðdraganda flestra fyrirburafæðinga, helstu áhættuþáttum, helstu meðgöngukvillum sem orsakað geta slíka fæðingu og hvað tekur við ef talið er að fyrirburafæðing sé yfirvofandi.

 

Aðdragandi fyrirburafæðingar

  Hríðir fara af stað fyrir tímann

  Legvatn fer fyrir tímann

  Fæðing framkölluð fyrir tímann

Áhættuþættir fyrir fyrirburafæðingu

Helstu orsakir fyrirburafæðinga

  Meðgöngueitrun/yfirvofandi fæðingarkrampi

  Leghálsbilun

  Lega fylgju

  Fylgjulos

  Sýking

Hvað er gert ef fyrirburafæðing er yfirvofandi?

 

 

Félagið

Félag fyrirburaforeldra var stofnað árið 2008.

Félagið er ætlað öllum fyrirburaforeldrum til að hittast og ræða saman og til að gæta hagsmuna fyrirbura og foreldra þeirra.

Væntanlegt er hér á vefinn upplýsingar um félagið og lög þess og hvað helst sé á dagskrá hjá félaginu hverju sinni.

Aðalfundur verður haldinn snemma árs og eru áhugasamir beðnir um að fylgjast auglýsingu hér á vefnum og á facebook síðu fyrirburaforeldra.

Um síðuna

Umsjónarmaður síðunnar er Drífa Baldursdóttir lýðheilsufræðingur og fyrirburamóðir. Hægt er að hafa samband í gegnum vefpóst á drifa@fyrirburar.is

Heimasíðan er unnin af Drífu Baldursdóttur fyrirburamóður. Sambýlismaður hennar Sveinbjörn Hafsteinsson og fyrirburamamman Baddý Sonja Breidert sáu um tæknilegu hliðina við uppsetningu heimasíðunnar.

Um verkefnið

Fræðsluefnið sem er á síðunni vann Drífa sem meistaraverkefni í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2009, undir leiðsögn dr. Geirs Gunnlaugssonar prófessors við skólann og með samvinnu við yfirmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Þórð Þórkelsson yfirlækni og Ragnheiði Sigurðardóttur deildarstjóra.
Þróunarverkefnið um gerð vefsíðunnar fyrirburar.is hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009.

Þessi heimasíða er tileinkuð Hildi Arneyju dóttur Drífu sem kom í heiminn 11 vikum of snemma, því án hennar innkomu í líf hennar hefði þetta verkefni aldrei orðið að veruleika.