Vökvadælur

Vökvadælur skammta barninu næringu og lyf og eru til dæmis sýklalyf og verkjalyf gefin með aðstoð slíkra dælna. Sumir fyrirburar þarfnast lítillar vökva- og lyfjameðferðar og hafa engar eða fáar vökvadælur við hitakassann sinn. Aðrir geta þurft á mörgum lyfjum að halda (1). Á vökvadælunni stendur hvað sé gefið í hverri dælu. Til dæmis stendur „næring“ við eina dæluna, „sýklalyf“ við aðra, þannig geta foreldrarnir gert sér grein fyrir hlutverki hverrar vökvadælu fyrir sig. Foreldrarnir eru hvattir eindregið til að spyrja starfsfólk ef eitthvað er óljóst varðandi meðferð og lyfjagjöf barnsins þeirra.

Heimildir:
  1. Zaichkin, J. (2002b). A different beginning. Í J. Zaichkin (Ritstj.), Newborn Intensive Care: What Every Parent Needs to Know (2. útgáfa, bls 15-31). California: NICU INK Book Publishers.