Magasonda

Magasondan gefur börnum næringu þegar þau geta ekki nærst sjálf. Mæður eru hvattar til þess að mjólka sig og er fyrirburum þeirra gefin mjólkin í gegnum litla slöngu sem liggur um munn eða nef barnsins og ofan í maga (1,2). Barn sem er með síblásturstæki í nefi fær sonduna í gegnum munn á meðan en hún er gjarnan færð í nös eftir að barnið hættir að fá öndunaraðstoð frá tækinu. Til að sondan haldist á réttum stað er hún límd föst með heftiplástri (sem getur skilið eftir sig tímabundið far á barninu). Reglulega er skipt um slöngu og settur nýr plástur. Smáir fyrirburar geta þurft að nærast með hjálp sondu vikum saman og losna ekki við hana fyrr en þau eru farin nærast vel af brjósti eða pela, en slíkt gerist gjarnan um það leyti sem börnin eru tilbúin til heimferðar (3,2).
Faðir liggur með barnið á bringunni og gefur því brjóstamjólkina sem er í sprautunni í gegnum magasonduna. Þannig geta foreldrar tekið þátt í umönnun barnsins og gefið því næringu þó það þurfi að nærast í gegnum magasondu.
Heimildir:
  1. Lowdermilk, D. L. og Perry, S. E. (2004). Maternity & Women´s Health Care (8. útgáfa). St. Louise:St. Louise: Mosby.
  2. Zaichkin, J. (2002b). A different beginning. Í J. Zaichkin (Ritstj.), Newborn Intensive Care: What Every Parent Needs to Know (2. útgáfa, bls 15-31). California: NICU INK Book Publishers.
  3. Madden, S. L. (2000). The Preemie Parents´ Companion: A Essential Guide to Caring for Your Premature Baby in the Hospital, at Home and Though the First Years. Boston: The Harvard Common Press.