Barnið verndað fyrir sýkingum

Það er nauðsynlegt að vernda fyrirbura fyrir sýkingum og er handþvottur áhrifaríkasta leiðin til þess. Foreldrar og gestir þurfa því að huga vel að hreinlæti, þvo og spritta hendur vel áður en farið er til barnsins og spritta þær reglulega ef sameiginleg aðstaða er nýtt. Heimsóknareglur eru oft takmarkaðar til að verjast sýkingum, sérstaklega yfir vetrartímann og getur það verið leiðinlegt á þeirri stundu en mikilvægt fyrir foreldra og aðstandendur að muna að það er gert til að vernda börnin (1). Leiðbeiningar um vörn gegn sýkingum og handþvott er á síðu landlæknisembættisins (2).

Heimildir:
  1. Kearns, S. M. (2002). Getting acquainted. Í J. Zaichkin (Ritstj.), Newborn Intensive Care: What Every Parent Needs to Know (2. útgáfa, bls. 31-45). California: NICU INK Book Publishers.
  2. Landlæknisembættið. (á.á). Inflúensa.is. Sótt 10. október 2009 af http://www.influensa.is