Minningar varðveittar

Þegar fram líða stundir verður tíminn sem fjölskyldan dvaldi á Vökudeildinni að dýrmætri minningu. Minningu um gleði og sorgir, baráttur og sigra.

Það er gott ráð að skrifa niður atriði frá þessum tíma í dagbók og halda utan um myndir frá tímabilinu.

Sumir foreldrar hafa tekið mynd af börnunum sínum hliðiná t.d. bangsa, gsm síma, fréttablaði eða babyborn dúkku til að sjá hvað þau eru lítil þegar þau eru nokkra daga eða vikna gömul og tekið svo aftur mynd af barninu með hlutnum reglulega þegar það stækkar.

Minningakassi með hlutum frá dvölinni á Vökudeildinni og fyrstu mánuðum barnsins getur verið dýrmætt fyrir foreldra að eiga seinna meir. Fyrstu föt barnsins, litlar húfur og sokkar, fyrsta snuðið, lítil bleyja, nafnspjald frá sjúkrahúsinu, hamingjuóskir frá ættingjum eru meðal hluta sem gaman væri að geyma í kassanum.