Sumir foreldrar koma með ýmsa muni handa börnum sínum á nýburagjörgæsluna. Það getur gert plássið persónulegra og hlýlegra fyrir foreldra og barn ef barnið dvelur lengi á deildinni. Ef barnið er mjög lítið og veikt þarf sérstaklega að huga að því að hafa ekki of mikil áreiti og að koma ekki með hluti sem gætu þvælst fyrir við umönnun þess. Flestir ættu að þekkja mörkin í hvað er við hæfi og hvað ekki og hvað sé of mikið áreiti.
Sumir foreldrar kjósa að koma með myndir af fjölskyldumeðlimum eða myndir af formum til að setja við kassa eða vöggu barnsins. (Ef sett er á kassann er best að setja á hann utanverðan til að koma í veg fyrir að myndirnar skemmist). Sumir foreldrar hafa komið með ýmsa hluti að heiman eða gjafir sem barnið hefur fengið, svo sem hálsmen, englamyndir eða bænir, myndir frá eldri systkinum, bangsa eða leikfang og tónlist að heiman til að spila fyrir barnið. Þegar börnin eru komin í vöggu og farin að klæðast fötum geta foreldrar komið með teppi að heiman og föt til að klæða barnið. Litlar húfur og sokkar eru nauðsynlegar fyrir litla fyrirbura og er hægt að fá þær á Vökudeildinni en barnið getur einnig haft sitt eigið ef foreldrar kjósa það. Best er að gera þetta í samráði við starfsmenn og reglur deildarinnar (1).
Þetta er aðeins nefnt hér til að láta foreldra vita að þetta sé yfirleitt leyfilegt og til að gefa hugmyndir – foreldrar ættu alls ekki að finna fyrir pressu að þau þurfi að koma með eitthvað
Heimildir:
- Madden, 2000