Rannsóknir hafa sýnt að stuðningur við foreldra skiptir miklu máli fyrir upplifun foreldra, bæði frá starfsmönnum, sínum nánustu og frá öðrum aðilum. Með góðum stuðningi er hægt að minnka álag, streitu og vanlíðan hjá fyrirburaforeldrum (1,2,3). Foreldrar með nýfædda fyrirbura geta fundið hjálp og stuðning við að ræða við aðra fyrirburaforeldra sem gengið hafa í gegnum sömu reynslu (4).
Svona lýstu fyrirburaforeldrar reynslu sinni af stuðningi frá öðrum:
,,Enginn skilur jafn vel hvað þú ert að ganga í gegnum og aðrir fyrirburforeldrar“ (5, bls. 680).
,,Ég fékk stuðningsaðila í gegnum sjúkrahúsið, fyriburaforeldri með eldri tvíbura sem fæddir voru eftir jafn langa meðgöngulengd og mínir tvíburar. Það hjálpaði mér gífurlega að sjá hennar heilbrigðu ,,stóru“ börn. Aðrir foreldrar sem ég kynntist á nýburadeildinni voru einnig líflínan mín. Ég kynntist náið móður með barn sem var fætt 12 dögum á undan mínum börnum. Hennar reynsla hverju sinni var fyrirboði þess sem átti eftir að koma hjá okkur, sem gerði mér auðveldlega að takast á við aðstæðurnar andlega“ (5, bls. 680).
Fyrirburaforeldrar geta komist í samband við aðra foreldra á facebook síðu fyrirburaforeldra.
Heimildir:
- Cooper, L. G., Gooding, J. S., Gallagher, J. Sternsky, L., Ledsky, R. og Berns, S. D. (2007). Impact of a family-centered care initiative on NICU care, staff and families. Journal of Perinatology, 27, 32-37.
- Jotzo, M. og Poets, C. F. (2005). Helping parents cope with the trauma of premature birth: an evaluation of a trauma-preventive psychological intervention. Pediatrics, 115, 915-919.
- Meyer, E. C., Garcia Coll, C. T., Lester, B. M., Zachariah Boukydis, C. F., McDonogh, S. M. og Oh, W. (1994). Family-based intervention improves maternal psychological well-being and feeding interactions of preterm infants. Pediatrics, 93, 241-246.
- Preyde, M og Ardal, F. (2003). Effectiveness of a parent “buddy” program for mothers of very preterm infants in a neonatal intensive care unit. Canadian Medical Association Journal, 168, 969-973.
- Davis, D. L. og Stein, M. T. (2004). Parenting Your Premature Baby and Child: The Emotional Journely. Golden, Colorado: Fulcrum Publishing.