Verið ófeimin að spyrja

Þegar foreldrar eignast fyrirbura lenda þau í nýjum heimi þar sem talað er tungumál sem inniheldur orð eins og CPAP og apnea. Starfsfólk og sérfræðingar átta sig oft ekki á því að þeir tala mál sem ekki er jafn auðskiljalegt í eyrum foreldra. Foreldrar ættu að vera ófeimnir að spyrja spurninga um allt sem þá langar að vita. Gott ráð er að skrifa niður spurningar sem kunna að vakna á hinum ýmsu tímum og hafa meðferðis á deildina. Það er í lagi að spyrja oft um sömu hlutina og biðja um nánari útskýringar, þetta er alt svo nýtt að það er erfitt að meðtaka það. Það getur líka verið gott ráð að skrifa hjá sér punkta um það sem sagt er um ástand eða meðferð barnsins, eða jafnvel biðja starfsfólk um að skrifa orð sem vefjast fyrir. Það getur verið gott fyrir foreldra að halda dagbók á meðan á dvölinni stendru, það þarf ekki að taka mikinn tíma að skrifa nokkrar línur daglega. Það getur hjálpað fólki við að koma upplýsingum og hugsunum niður á blað og gæti verið dýrmætt fyrir foreldra seinna meir og hjálpað til að muna, setja hlutina í samhengi og gæti auki skilning á aðstæðunum betur (1)

Heimildir:
  1. Kearns, 2002a