Heimsóknir á Vökudeildina

Strangar heimsóknareglur gilda á Vökudeildinni. Það eru nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að vernda fyrirburana og veiku nýburana fyrir sýkingum og einnig er nauðsynlegt að börn og foreldrar fái næði. Fyrirburar eru mjög viðkvæmir fyrir sýkingum og geta veikst mjög alvarlega ef þeir sýkjast. Því er mikilvægt að þessar reglur séu virtar.

Heimsóknir til barna eru ekki leyfðar nema foreldrar þeirra eða forráðamenn séu viðstaddir. Aðeins einn gestur má koma í einu með foreldri barns og hámark tveir gestir á dag. Börn meiga ekki koma að heimsækja deildina nema þau séu systkini fyrirburans og hafi náð 4 ára aldri. Á vissum tímum, t.d. þegar RS vírus eða A1H1 influensa er, þá eru heimsóknarreglur hertar og systkini yngri en 12 ára mega ekki koma á deildina. Í sérstökum tilfellum gætu allar heimsóknir verið bannaðar tímabundið vegna hættu sem stafar af vírus. Enginn ætti að koma á deildinni finni hann fyrir einkennum.

Foreldrar ættu að kynna sér heimsóknareglur og bjóða gestum í samráði við starfsmenn deildarinnar.