Heimsóknir á Vökudeildina

Strangar heimsóknareglur gilda á Vökudeildinni. Það eru nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að vernda fyrirburana og veiku nýburana fyrir sýkingum og einnig er nauðsynlegt að börn og foreldrar fái næði. Fyrirburar eru mjög viðkvæmir fyrir sýkingum og geta veikst mjög alvarlega ef þeir sýkjast. Því er mikilvægt að þessar reglur séu virtar.

 

Heimsóknir til barna eru ekki leyfðar nema foreldrar þeirra eða forráðamenn séu viðstaddir. Aðeins einn gestur má koma í einu með foreldri barns og hámark tveir gestir á dag. Börn meiga ekki koma að heimsækja deildina nema þau séu systkini fyrirburans og hafi náð 4 ára aldri. Á vissum tímum, t.d. þegar RS vírus eða A1H1 influensa er, þá eru heimsóknarreglur hertar og systkini yngri en 12 ára mega ekki koma á deildina. Í sérstökum tilfellum gætu allar heimsóknir verið bannaðar tímabundið vegna hættu sem stafar af vírus. Enginn ætti að koma á deildinni finni hann fyrir einkennum.

 

Foreldrar ættu að kynna sér heimsóknareglur og bjóða gestum í samráði við starfsmenn deildarinnar.

Félagið

Félag fyrirburaforeldra var stofnað árið 2008.

Félagið er ætlað öllum fyrirburaforeldrum til að hittast og ræða saman og til að gæta hagsmuna fyrirbura og foreldra þeirra.

Væntanlegt er hér á vefinn upplýsingar um félagið og lög þess og hvað helst sé á dagskrá hjá félaginu hverju sinni.

Aðalfundur verður haldinn snemma árs og eru áhugasamir beðnir um að fylgjast auglýsingu hér á vefnum og á facebook síðu fyrirburaforeldra.

Um síðuna

Umsjónarmaður síðunnar er Drífa Baldursdóttir lýðheilsufræðingur og fyrirburamóðir. Hægt er að hafa samband í gegnum vefpóst á drifa@fyrirburar.is

Heimasíðan er unnin af Drífu Baldursdóttur fyrirburamóður. Sambýlismaður hennar Sveinbjörn Hafsteinsson og fyrirburamamman Baddý Sonja Breidert sáu um tæknilegu hliðina við uppsetningu heimasíðunnar.

Um verkefnið

Fræðsluefnið sem er á síðunni vann Drífa sem meistaraverkefni í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2009, undir leiðsögn dr. Geirs Gunnlaugssonar prófessors við skólann og með samvinnu við yfirmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Þórð Þórkelsson yfirlækni og Ragnheiði Sigurðardóttur deildarstjóra.
Þróunarverkefnið um gerð vefsíðunnar fyrirburar.is hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009.

Þessi heimasíða er tileinkuð Hildi Arneyju dóttur Drífu sem kom í heiminn 11 vikum of snemma, því án hennar innkomu í líf hennar hefði þetta verkefni aldrei orðið að veruleika.