Elva Rós fæddist 13. feb 2012 eftir 29 vikna meðgöngu. Ég lá inni í mánuð fyrir fæðingu vegna blæðinga út af fyrirsætri fylgju. Við búum í Frankfurt og komum heim til Íslands í jólafríinu og áttum flug heim 8. janúar. En aðfaranótt 4 janúar byrjaði að blæða allt í einu og var ég lögð inn og mér bannað að fara …
Hildur Arney (29 vikur)
Í dag, 14. febrúar 2010 eru liðin 5 ár frá því að dóttir mín fæddist og að því tilefni vil ég setja inn reynslusöguna okkar – frá meðgöngunni, fæðingunni, vökudeildardvölinni og framhaldinu Upphafið Meðgangan gekk vel framan að, fyrir utan blæðingar sem ullu okkur miklum áhyggjum á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Þegar leið á meðgönguna fann ég fyrir mikilli þreytu …
Bræðurnir Ísak Dóri og Emil Nói
Við maðurinn minn erum svo heppin að eiga tvo yndislega heilbrigða og flotta stráka. Annar þeirra er fæddur í desember 2010 og hinn í september 2013. Tvær mjög svo ólíkar meðgöngur og fæðingar. Það eina sem þeir bræður deila af komu sinni í þennan heim er að þeir mættu báðir allt of snemma. Eldri sonur okkar er fæddur 31. desember …
Fyrirburinn Andrea (29 vikur)
Í mars 2004 fengum við barnsfaðir minn að vita að von væri á okkar fyrsta barni og yrði áætlaður fæðingardagur 1.desember. Að sjálfsögðu voru þetta mikil gleðitíðindi, ári áður höfðum við fest kaup á íbúð og vorum bæði 24 ára og því meira en tilbúin í þetta hlutverk. Á þessum tíma vann ég á leikskóla og leið mér bara vel …