Aðalfundur Félags fyrirburaforeldra 28. nóvember 2023

Aðalfundur Félags fyrirburaforeldra verður haldinn þriðjudaginn 28. nóvember 2023 kl. 20:00 í Samfélagshúsinu á Vitatorgi Lindargötu 59.

Helstu umræðuefni fundar eru að setja nýja stjórn sem mun sjá um að endurvekja starf félagsins til að skipuleggja fræðslu, stuðning og annað starf í þágu foreldra fyrirbura á Íslandi.

Hvetjum alla til að mæta og vonumst til að sjá sem flesta.