Laugardagshittingur 20 janúar

Örlítið stuttur fyrirvari á fyrsta hitting félagsins. Við ætlum að taka fyrsta morgunhittinginn laugardaginn 20 janúar kl 11. Við hittumst á Vitatorgi 59, neðri hæð í litlu huggulegum sal. Smá leikhorn fyrir börnin og heitt á könnunni. Við vonumst til að sjá sem flestra þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Gott að byrja helgina á hittast aðeins, sjá aðra og sýna sig …

Aðalfundur Félags fyrirburaforeldra 28. nóvember 2023

Aðalfundur Félags fyrirburaforeldra verður haldinn þriðjudaginn 28. nóvember 2023 kl. 20:00 í Samfélagshúsinu á Vitatorgi Lindargötu 59. Helstu umræðuefni fundar eru að setja nýja stjórn sem mun sjá um að endurvekja starf félagsins til að skipuleggja fræðslu, stuðning og annað starf í þágu foreldra fyrirbura á Íslandi. Hvetjum alla til að mæta og vonumst til að sjá sem flesta.

Stuðningshópur fyrirburaforeldra

Öflugur stuðningshópur fyrirburaforeldra er á facebook á slóðinni: https://www.facebook.com/groups/fyrirburaforeldrar. Við bjóðum alla fyrirburaforeldra velkomna í hópinn.