Reynslusaga Evu Rutar og Péturs

Fyrirburar

7 júlí 2014. Þetta var búin að vera ósköp rólegur dagur, leið vel í fyrsta skipti í langan tíma. Um kvöldið er ég að taka smá til heima og það fer eitthvað að leka og hleyp á klósettið og gerði þetta á nokkra mínútna fresti og mér fannst þetta ekki eðlilegt og segi við kærastann minn að ég haldi að legvatnið sé farið að leka. Ég er þá gengin 28v og 3 daga og var á áhættumeðgöngu útaf veseni á fylgju þannig ég hringi uppá lsh og tala við þær þar og þær biðja mig um að hringja í heilsugæsluna í Keflavík útaf við bjuggum fyrir sunnan og þær segja mér að leggjast niður og hringja á sjúkrabíl.

Þegar ég kem niðrá spítala í Keflavík er tekin stroka til að athuga hvort legvatnið sé farið að leka og það kom í ljós að svo væri, þannig ég hringi í kærasta minn og segi honum að fara með eldri strákin okkar í pössun og bað hann um að bruna uppá lsh svo er ég send með hraði þangað. Allan tíman var ég hrædd um litla prinsin minn útaf ég var búin að missa 1 barn áður og munaði ekki miklu með barn nr 2.

Þegar komið er í Reykjavík er ég skoðuð og ákeðið var að leggja mig inn og gefa mér stera til að hjápa lungum í barninu að þroskast. Barnið er ekki búið að skorða sig. Ég svaf fyrstu nóttina uppá fæðingadeild og um morguninn var ég færð niður. Þar ligg ég í 5 vikur áður en ég er sett af stað. Það var skoðað mig á hverjum degi, mælt blóð þýsting og gefið með blóðþynnandi lyf. Mátti varlahreyfa mig, fyrstu 10 daga mátti ég eingöngu fara á klósettið og búið, mátti ekki sitja eða neitt, mátti aðeins reysa mig til að borða. Svo loksins eftir 10 langa daga mátti ég hreyfa mig meira. Fékk leyfi til að fara út í hjólastól og varþaðþvílíkur léttir. Fór í vaxtasónar alla miðvikudaga en allt gekk eins og í sögu.

Það var alltaf haldið að ég myndi ekki ná 34 vikum en svo 11 ágúst byrjaði að koma litabeitingar á legvatnið var smágult en það hætti svo en 12 ágúst þá byrjaði þetta aftur en var rautt á litin þannig það er ákveðið að taka blóðprufu til að athuga með sýkingu en hún var ekki til staðar, en ákeðið var að láta þetta komið gott og láta mig í gangsetningu þá gengin 33v og 3 daga. Kærasti minn og sonur voru í heimsókn og hann ákvað að bruna með hann í pössun hjá ömmu minni og afa og ég klára bara að borða kvöld matin minn og hringja í mömmu og biðja hana um að koma, vildi hafa hana viðstadda og meðan ég bíð eftir henni er ég að dunda mér að taka saman allt dótið mitt útaf það var ekkert stress. Svo þegar hún kemur er ég færð uppá fæðingagan og þar er ég skoðuð og ákveðið hvernig þær ætluðu að gangsetja mig og á meðan læknar ákveða það er sett upp sýklalyf útaf ég fékk strektakokka í legið svo er mér gefin stíll sém ég gleypti um 10 um kvöldið. Síðan kemur kærasti minn og þá er ég byrjuð að fá samdrætti og svo loksins milli 1 og hálf 2 um nóttina byrja hríðarnar allt gekk mjög vel þegar ég er komin á það stig að þurfa að rembast er kallað á barnalækni.

Svo loksins 03:11 fæðist lítill fullkomin prins, kemur út á öskrinu sem róaði mömmu hjartað. Fæddist hann 2114gr og 45,5cm:)ég fæ hann í fangið í smá stund og svo er hann tekin og skoðaður svo er farið með hann á vökudeildina. Kærasti minn fer með honum, nema á leiðinni þá á prinsin til að gleyma að anda. Síðan er verið að klára að sauma mig og ég fékk mér að borða svo þegar það er búið að klára að tengja og gera prinsinn tilbúinn fæ ég að fara að sjá hann. Þar liggur hann í hitakassa og er með cpap og sýklalyf bara til örygis ef hann skildi vera með sýkingu. Hann þurfti að hafa cpap í 2 daga, sýklalyf í sólahring og hitakassa í viku. En hann átti það til að gleyma að anda eftir að hann losnaði við cpap. Svo fékk hann guluna líka og var í ljósum í hálfan sólahring.

Síðan einn daginn komum við til hans eins og aðra daga en hvergi sá ég prinsinn minn. Þá var hann komin yfir í vöggu, laus úr hitakassa og öllu, en var með sondu og mælir til að sjá hjartslátt. Svo smá og smá fer hann að taka brjóst og pela og þyngjast 🙂 og áður en ég vissi af var hann komin með disko sem pípir ef hann hættir að anda í 20 sek eða lengur. Þetta er undirbúningur fyrir heimferð. Svo 26. ágúst mæti ég til hans og er að gefa honum að drekka, þá er talað um að hann fari liklegast á næstu dögum heim. En síðan kemur barnalæknir og skoðar skýrsluna hans og hann og er þá ákvörðun tekin að hann mætti fara heim og ég fer í sjokk bjóst ekki við þessu. Þannig ég bruna heim og ég kærastinn og tengdó tökum til og gerum tilbúið fyrir heimkomu hans og um kvöldið fer mamma mín og amma heim með vögguna hans. við förum í rvk og var boðið foreldragisting sem við þyggjum.

svo 27.ágúst eftir aðeins 2 vikur á vökudeild og 2000 gr förum við heim með hann við vorum alveg í skýjum yfir að fá hann heim og það fyrr heldur en búist var við. Við fengum æðislega aðstoðbæði frá vökudeild og konunum á sængurkvenna ganginum og höfum öllum að þakka fyir son okkar þvílikt góðar hjúkrunarkonur og læknar sem vinna þarna alltaf til takst ef það er eitthvað

Kveðja
Eva Rut og Pétur