Hekla Ósk

Fyrirburar

Hekla Ósk dóttir okkar kom í heiminn 12 september. 2012 Þá var ég genginn 31 vikur + 5 daga en hún átti ekki að koma í heiminn fyrr en 9. nóvember 2012.

Sagan afhverju hún kom í heiminn svona snemma.

Þetta byrjaði allt 26 ágúst. Þá var ég í matarboði og náði allt í einu ekki andanum og gat ekki staðið eða sitið út af verkum. Svo við fórum upp eftir og ég var skoðuð og var með 1 í útvíkun. Og var bara send heim sagt að taka verkjalyf. En verkirnir fóru ekkert, voru ekki eins slæmmir en voru þarna samt. Svo 29 ágúst voru verkirnir aftur svona sterkir. Svo við hringtum í mömmu til að vera hjá eldri dótturinni meðan við færum uppeftir. Þegar þangað var komið var ég skoðuð og leghálsins var ekki eins og var 2 útvíkun. Var set í mónitor, sem sagði að kríli hefði það fínt og engir samdrættir. Svo þeir áhveða að leggja mig inn og gáfu mér stera sprautu fyrir lungun fyrir barnið. Svo ætluð þeir að senda mig heim á föstudeginum 31 ágúst. En verkirnir fóru ekkert svo ég var kvalinn í marga daga. Svo eitt kvöldið þá fékk ég rosa verki og dat næstum út. Og var gefið í æði vökva og set í mónitor, þá var krílið mjög hátt uppi. Það var hringt í manninn minn og sagt að drífa sig upp eftir. Þá var mér rúllað upp á skurðstofu því það átti að taka barnið. Greyið maðurinn minn kom og þegar verið var að rúlla mér upp á hlaupum. Og sagt svo að bíða hérna “við gerum allt sem við getum”. En svo þegar á skurðstofan var komin var ég set í mónitor og barnið var orðið rólegt. Svo var rúlluð út aftur inn á eina stofu á fæðingarganginum.
Þar fór ég í allskonar tékk og blóðprufur. Þá sáu þeir að ég hafi misst mikið blóð. Því ég fór í blóðprufu í mæðravendinni viku áður og var 104 og var kominn í 75. Svo ég fékk 2 poka af blóði gefins. Var á fæðingarganginum í tvo daga. Meðan ég var þar var stofan full af læknum. Allir að reyna að finna út hvað væri að mér. Þá ákveða þeir að senda mig í segulómun (inn í svona hólk). Þar kom út ég væri með innvortis blæðingar. Kviðarholið allt fullt að blóði, sem kemst ekkert út. Út því ég væri ólétt. En þeir vissu ekki hvaðan hún kæmi. Og erfitt að sjá það því ég væri ólétt og legið og allt fyrir og má líka ekki fara í eina myndartöku sem sér þetta betur. En þeir vildu helst ekki senda mig í aðgerð út af barninu og viltu halda því sem lengst inni og láta stera sprautuna virka. Svo ég var í 2 vikur kvalinn á verkjalyfjum og fékk morfín oft á dag til að halda verkjum niðri. Og gat bara legið á bakinu og átti erfitt með hreyfa mig út af blóðinu í kviðnun. Blóð er svo ertandi og þrýsti á allt þarna niðri og endaþarm og allt. Mjög vont.
Þar á milli var alltaf alveg verið að fara með mig í uppskurð og var alltaf öðru hverju sem ég þurti að fasta. Því færi kannsi í dag í uppskurð, fór eftir niðurstöðum úr blóðprufum. Ég var orðinn blá og marinn af stungum. Stungin oft á dag til að taka blóðprufur, vökva, blóð, morfín. Í lokinn var orðið svo erfitt að stinga mig, að það var farið að stinga í fæturnar. Svo fór ég í mónitor og blóðþrýstingur var mældur allan sólarhringinn. En mér leið oft eins og i doktor house. Voru allt upp í 12 læknar inni hjá mér eða í fundarherbergi hinum meginn við vegginn, fyrir utan læknanema og hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Að reyna að finna úr hvað væri að mér. En á meðan var ég á morfíni á nokkra tíma fresti. Og að pína mig til að hreyfa mig svo ég mundi ekki fá blóðtappa í fæturnar. 12 september var áhveðið að setja mig aftur í segulómun til að tékka á stöðunni. Þá sáu þeir að það var enn að blæða og sá að það kæmi frá öðrum eggjastokknum. Eftir fund ætluðu þeir að senda mig í aðgerð til að stoppa blæðingar og loka aftur. Ég er fyrsta tilfellið hér á landi að lenda í svona. Þeir sögðu að þetta væri einstakt tilfelli og sögðu mig algjöra hetju.
(Ég fékk blöðru á eggjastokk í nóv 2011 sem var 6*6 og átti að fara í aðgerð en hann sprakk sálfur. Eggjastokkurinn samvax við æð. Rifnaði svo þegar ég var ólétt þegar fór að teggjast á öllu þarna niðri.)

Svo mér var rúllað upp í aðgerð og átti að meta það í aðgerðinni hvort það ætti að taka barnið eða ekki.

Mjög skrítinn tilfinning að vera á skurðstofu, spelkluð niður á bekk, og fá sprautur hér og þar. Ég var svæfð og vaknaði á gjörgæslu eftir aðgerð svo kvalin, þeir náður að gera við æðina og eggjarstokkin, og þurtu ekki að taka móðurlífið. Sem var sagt við mig áður en ég fór í aðgerð, að þeir mundu kannski þurfa að gera.

En litla daman var svo hátt uppi og fór ekkert niður eftir aðgerðina og mér var rúllað aftur upp á skurðstofu til að ná í hana. Geng þá aftur í gegnum það sama svæð og nálar hér og þar. Mjög skrítinn tilfinning. Að liggja þarna fullt að grænu fólki og tæki útum allt. Dóttirninn var tekinn út og rúllað með hana á vöku. Ég held áfram í aðgerð og allt blóð sem var eftir hreinsað út, sem þeir náðu ekki í eftir fyrri aðgerðina út af leginu. Líffærin mínn voru öll skoðuð og þarmar og margt tekið út og skoðað. Til að sjá hvort það væri örugglega ekki blæðing. Svo vaknaði ég á gjörgæslu aftur. Leið svo vel, fyrsta skipti í 18 daga verkjalaus. Var á gjörgæslu í hálfan sólarhring. Var svo rúllað á vöku til að sjá nýfæddu fallegu dóttur mína. Sem var á gjörgæslu í öndunarvél.

En næstu daga tóku samt á. Var með þvaglegg og vökva í æð í nokkra daga. Þegar ég mátti borða var það besta í heimi. Þó það væri fljótandi fæði. Var á svoleiðis eða léttu fæði í nokkra daga. Því kerfið mitt var lamað út af aðgerðinni. Var mjög erfitt að hreyfa mig, út af saumum og auka hlutum sem var fastur við mig. Fékk að fara upp í rúminni mínu upp á vöku. Þetta var ekki skemmtilegur tími loksins þegar kerfið mitt fór að fara í gang. Gat sjálf farið á wc og sjálf upp á vöku. Varð lífið mikilu auðveldara. Ömurlegt að þurfa að láta aðra skeina þér og því þú ræður ekki við neitt. Hafa ekki sjálf stórn á hlutunum. Fékk 7 poka að blóði gefins.

En eftir viku var ég loksins útskrifuð fékk að fara heim og sofa í mínu rúmi.

Hekla Ósk fæddist 2063gr og 46cm

Litla daman var enn á vöku. Hún var fullkominn í alla staði. Var á vöku í 26 daga. Var á öllum deildunum á gjörgæslu öndunarvél, svo á sípapi í viku, Vika á vinstir (vaxtardeild).

Hún stóð sig eins og hetja fallega dóttir okkar.

Þetta voru ekki auðveldir 2 mánuðir upp á spítala og þetta er lífsreynsla sem maður mun aldrei gleyma.
Hekla Ósk er með CCAM í lungum. kom í ljós í 12 vikna sónar. Sem sagt þetta er litlar blöður inn á lungum. En þetta er ekkert að háir henni. fer aftur í myndartöku um 1 árs. þarf líklega að fara í aðgerð til að láta taka hluta af lungum. en það er einhvað sem er ekki á eftir að há henni. því lungun eru mörg hólf. það skiftir ekki máli ef eitt af þeim er tekið.

1-3 daga gömul
4 daga gömul
viku gömul í fyrsta skipti í mömmu fangi
2 vikna
Komin yfir á h2
Komin yfir á vinstri
26 daga gömul
2 mánaða
Á vinstri í vöggunni sinni
Hekla Ósk 6 mánaða