Hekla Dís og Víkingur Þór

Fyrirburar

Ég og maðurinn minn Einar Rúnar Einarsson eignuðumst tvíburana Heklu Dís (A) 1146 gr og 37 cm og Víking Þór (B) 1434 gr og 39 cm 27. apríl 2012.

Ég var sett 27. júní. Ég var sem sagt komin 31 viku og 2 daga þegar ég þurfti að fara í keisara sökumvaxtarskerðingar hjá A og litlu legvatni hjá A og skertu flæði hjá þeim báðumminnir mig. Ég var búin að vera í töluverðu eftirliti ca 2 vikur og kom síðustuvikuna annan hvern dag. Eftir hefðbundna flæðismælingu í sónar kl 8.45 27.apríl (föstudagur) taldi Hildur læknir að betra væri jafnvel að stefna aðkeisara í dag í stað þess að bíða fram yfir helgi. Hún fékk álit hjá kollega sínum, Huldu, og þær voru sammála um þetta. Sendu mig þó upp í hjartsláttarmónitor og blóðþrýstingur var tekinn og blóðprufur.

Um hádegi varmér sagt að ég ætti að fara í keisara kl 14. Þetta var töluvert sjokk og égbæði hrædd og kvíðin. Vissi þó að ég var í góðum höndum og vildi auðvitað geraþað sem væri best fyrir gullin okkar Einars. Um kl 14.30 var ég keyrð inn áskurðstofu og gefin mænudeyfing. Þegar það var frá mátti Einar koma inn áskurðstofu. Mjög skrítin og óraunveruleg tilfinning að finna ekkert til enfinna samt að það er verið að vinna inn í manni. Það tók ekki langan tíma að nákrílunum út og heyrði ég mjög lágan grátur í barni A von bráðar…Einar fór ogkíkti og sá að það var stelpa! Um mínútu seinna kom annað kríli íheiminn..B..og Einar færði mér fréttirnar að það væri strákur! Mikið teymi varinni á skurðstofunni…2 barnalæknar og fleira starfsfólk frá vökudeild ásamtöllum þeim sem fylgdust með mér. Ég rétt fékk að sjá í stelpuna áður en fariðvar með hana upp en fékk ekki að sjá strákinn.

Eftir að búið var að sauma mig saman og hefta.. án gríns, jafnaði ég mig á fæðinarganginum. Það þurfti að fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun og fleiru. Áður en mér var rúllaðniður á meðgöngu- og sængurkvennadeild voru ljósurnar þar svo almennilegar að rúlla rúminu uppá vöku til að leyfa mér að sjá gullin okkar Einars. Það var hálf skrítið að hugsa til þess að maður ætti þessi börn…að þau hefðu verið inní manni nokkrum tímum áður. Þetta eru mín fyrstu börn en Einar á 2 stelpur (16 og 21 árs). Um kvöldið keyrði Einar mig í hjólastól upp á vöku að kíkja á stubbana okkar. Þau voru ótrúlega spræk og flott og svo dugleg að ég fékk meiraað segja að hafa þau smástund í sitthvoru lagi á bringunni á mér. Það var besta tilfinning í heimi og þá byrjaði mömmu hjartað að slá. Þau voru á cpap í nokkradaga og voru í hitakassa með súrefni einhvern tíma. Víkingur komst mun fyrr í vöggu. Þau fengu bæði sýkingu og varð Hekla mun veikari. Þau þurftu súrefnistrekt öðru hvoru þegar við héldum á þeim.

Við vorum 39 daga á vöku og var Hekla 1796 gr þegar við fórum heim og Víkingur 2410 gr. Þau eru hraust og dugleg.. hafa bara fengið svona kvefpestir. Hekla hefur aðeins verið í sjúkraþjálfun og Víkingur fengið að fljóta með. Þau eru kannski örlítið á eftir í hreyfiþroska en ekkert sem ekki kemur með tímanum. Við erum gríðarlega þakklát fyrir vökudeildartímann okkar þó hann hafi reynt á. Stórkostlegt starfsfólk og kynntumst mikið af litlum og stórum hetjum.

Ása Björg Þorvaldsdóttir