Ég byrjaði að fá verkjalausa samdrætti einhverntíma um 16 vikur. Ég vissi ekki alveg hvað samdrættir voru, þetta voru fyrstu börnin okkar, en hafði lesið mér töluvert til um tvíburameðgöngur og hættu á fyrirburafæðingu sem fylgir því. Ég var mjög stressuð yfir þessu, stundum þegar ég lá uppi í rúmi á kvöldin komu samdrættirnir í röðum, hver á eftir öðrum, …
Óliver Atlas og Aron Breki (28 vikur)
Fæðingarsaga Ólivers Atlas og Arons Breka, fæddir 2.júlí 2010 eftir 28 vikur og 4 daga meðgöngu Meðgangan gekk mjög vel, allt gekk eins og í sögu. Komin tæpar 20 vikur fór ég að finna fyrir þreytuverkjum þegar við fórum í göngutúra og vatnskennd/slímug útferð fór að verða reglulegri. Okkur fannst þetta ekkert óeðlilegt þar sem í bumbunni voru 2 strákar …