Heilsufar

Niðurstöður íslenskra rannsókna um heilsufarssögu lítilla fyrirbura (<1000 g ) við fimm ára aldur sýndu að fyrirburarnir glímdu almennt við meiri heilsuvandamál fyrsta æviárið en samanburðarhópurinn. Marktækur munur mældist í tíðni astma, krampa og næringarvandamála (1).

Börnin virtust við fimm ára aldur flest hafa komist vel frá þeim heilsufarsvanda sem þau áttu við að stríða í upphafi (1).

Heimildir:
  1. Ingibjörg Georgsdóttir, Evald Sæmundsen, Ingibjörg Símonardóttir, Jónas G. Halldórsson, Snæfríður Þ. Egilsson, Þóra Leósdóttir o.fl. (2003). Litlir fyrirburar á Íslandi. Heilsufar og þroski. Læknablaðið, 89, 575-581.