Kristófer Örn (30 vikur)

Fyrirburar

Sæl, ég átti drenginn minn á 30 viku árið 2000. Hann var fyrsta barn okkar og við áttum ekki von á því að enda með hann á vökudeildinni í 2 mánuði en það gekk allt vel sem betur fer. En hér er sagan.

Ég var komin 29 vikur þegar að ég fer í skoðun á fimmtudegin og þar mældust 2 plúsar af eggjahvítu í þvagi ljósmóðirinn pantaði tíma fyrir mig á sunnudegi aftur og kom ég þá aftur og þá mældist ekkert hjá mér en sú ljósmóðir sem gerði þá prófið fannst þetta skrítið og bað mig að koma næsta fimmtudag þar á eftir. Á Miðvikudeginum fyrir næsta tíma þá leið mér eins og ég væri að fá hita en ég ákvað samt að fara og kaupa jólagjöf handa manninum mínum og fékk foreldra mína til að koma með mér þar sem ég gat ekki orðið keyrt en þeim leist ekkert á mig en fóru Samt með mig því ég var svo ákveðin að gera það, eftir að ég var búin að kaupa hana fórum við til systur minnar og þar var ég orðin frekar veik svo ég lagðist bara í sófan hjá henni og öllum leist ekkert á þetta.

Daginn eftir fer ég í skoðun og maðurinn minn með og þegar að ljósmóðrinn var búin að mæla hjá mér blóðþrystinginn 3 sinnum þá sagði hún við mig að ég væri ekkert að fara heim heldur að leggjast hér inn þar sem hann var 120/190 og ég var líka með 4 plúsa af eggjahvítu í þvagi sem sagt bullandi meðgöngueitrun. Ég fer í mónitor og er þar fylgst með honum og hann tók miklar dífur og átti ég að fara í keisara á næstu dögum.

Að morgni 15 desember kemur Hulda Hjartar fæðingarlæknir inn til mín og seigjir að á næstu klukkustundum myndi ég fara I keisara. Kl 11/30 fæddist hann og var hann 4 merkur og 38 cm,en ég rétt sá hann og svo var farið með hann á vökudeild þar sem Gestur Pálsson barnalæknir sá um hann. Ég var mikið veik næsta sólarhring og sendi manninn minn reglulega að kíkja á hann þar sem ég gat ekkert séð hann. ég lá í rúmi með þvaglegg pensilínn og einhvern vökva í æð og blóðþrystingsmælinn á hendinni næstu 24 tímana og var setið yfir mér Allan daginn kvöldið nóttina og fram á hádegi næsta dag.

Ég fékk að sjá hann eftir hádegi þann 16 Des en þá var hann í ljósum með bundið fyrir augun cpap og í allskonar slöngum en foreldrar mínir komu með líka. þegar að ég leit á þennan litla unga með þunnt skinn þanngið að ég sá æðarnar í honum að þá leið mér ekki eins og að hann væri barnið mitt og ljósmóðirinn sem var með mig í hjólastólnum sá það og sett höndina á öxlina á mér og sagði “ þetta er allt í lagi þetta kemur“ þá sá ég að hún sá hvernig mér leið en enginn annar gerði það, reyndar er stutt síðan að mamma viðurkenndi fyirr mér að henni fannst mjög erfit að horfa upp á hann þarna.

En jæja nóg um það, hann var 2 vikur í kassa og fór svo í vöggu og ég man ennþá eftir þeirri tilfiningu sem kom þegar að ég fékk hann í fangið í fyrsta sinn þar sem hann var með fæturnar á milli brjóstana og lá rétt undir höku á mér pínulitill og svolítið loðinn. Hann fékk einu sinni blóðgjöf en það var út af þvi að hann framleidi ekki nógu blóð en annars gekk allt upp á við, tók brjóst 1 mánaða og var stundum svo kröfuharður að það varð að gefa honum pela á nóttunni sondan dugði ekki alltaf.

Þetta fagmenntaða fólk á vökudeildinni á hrós skilið fyirr það hvað hann dafnaði vel og er hann að verða 10 ára gamal í dag og er ekki að sjá að hann hafi fæðst svona mikið fyrir tíman. En þið sem eigið eftir að lenda í þessu takið bara ein dag í einu og hugsið um ykkur sjálfar stelpur því þetta á eftir að taka mikið meira á ykkur en maka ykkar tala nú ekki um ef þið eigið börn fyrir að ekki gleyma þeim því litlu krílin vita ekkert hvað er að gerast. Vona að þetta verði einhverjum að gagni.

Takk Guðný