Leiðréttur aldur

Leiðréttur aldur er aldur barnsins miðað við áætlaðan fæðingardag. Barn sem er fætt eftir 32 vikur er fætt 8 vikum eða um 2 mánuðum fyrir tímann. Þegar 8 mánuðir eru liðnir frá fæðingu þess er það 8 mánaða en leiðréttur aldur þess er 6 mánaða (8 mánuðir – 2 mánuðir). Þetta er notað fyrstu 2-3 árin þegar þroski barnsins er metinn (1,2).

Ekki eru allir sammála um hvenær eigi að hætta að notast við leiðréttan aldur þegar þroski fyrirbura er metinn. Þegar barnið er orðið 3-5 ára skipta nokkrir mánuðir ekki miklu máli, þar sem ekki er mikill munur á að vera til dæmis 57 eða 60 mánaða í aldri. Rannsóknir á allt að 8½ ára gömlum fyrirburum hafa þó sýnt að það getur haft áhrif á niðurstöður meðaltala að notast við leiðréttan aldur barnanna í stað lífaldurs (3).

Heimildir:
  1. Gardner, S. L. og Johnson, J. L. (2006). Initial nursery care. Í G. B. Merenstein og S. L. Gardner (Ritstj.), Handbook of Neonatal Intensive Care (6. útgáfa, bls. 79-121). St. Louise: Mosby.
  2. Anna Björg Aradóttir, Sesselja Guðmundsdóttir og Geir Gunnlaugsson (Ritstj.). (2009). Ung- og smábarnavernd. Leiðbeiningar um heilsuvernd barna. (Rafræn útgáfa). Reykjavík: Landlæknisembættið. Sótt 13. ágúst 2009 af http://landlaeknir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4138
  3. Allen, M. C., Donohue, P. A. og Porter, M. J. (2006). Follow-up of the neonatal intensive care unit infant. Í G. B. Merenstein og S. L. Gardner (Ritstj.), Handbook of Neonatal Intensive Care (6. útgáfa, bls.953-970). St. Louis: Mosby Elsevier.