Hæ hæ Hilma heiti ég. Égá 2 börn Hávarða Mána og Hönnu Mist.Hávarður Máni er fæddur 22.10.04 eftir 41+ 3 daga meðgöngu.Frá fyrsta verk tók fæðingin alls 3 klukkutíma og vegna þess hvað það gekk vel með hann þá bjóst ég einhvernveginn ekki við að næsta barn myndi fæðast fyrir tímann og hvað þá með svona miklum látum eins og hún gerði .
Ég er ekki komin nema c.a 4 vikur á leið þegar að ég komst að því að ég væri ófrísk af mínu öðru barni , ég var rosalega ánægð en samt í sjokki líka þar sem að barnið var ekki planað en að sjálfsögðu velkomið:)Meðgangan gekk frekar brösulega frá 6 viku og þangað til að ég átti tveimur mánuðum fyrir tímann.
Það byrjaði að sturtublæða á 6 viku og þegar að það gerðis fór ég beint upp á spítala en svörin sem ég fékk á spítalanum var að læknirinn teldi ekki ástæðu til að skoða mig , annað hvort væri allt í lagi eða þá að ég væri að missa . Ég var alveg í sjokki yfir þessu svari , hringdi í barnsföður minn og sagði honum frá þessu en tók svo ákvörðun um að tala bara við þær upp á Akranesi og fá skoðun þar.Ég fór upp á Akranes og þá kom í ljós að það blæddi meðfram fylgjuveggnum ….ég fór því bara heim aftur. Það byrjaði svo að blæða aftur á 8 viku , 10 viku og 12 viku en eftir það voru blettablæðingar alltaf regluleg. Ég var sem sagt frekar slöpp alla meðgönguna og orkulaus já og leið bara ekki vel.
svo að kvöldi þann 05.02.2012 fór ég á klóstið og þá kom einhver svaka köggull frá leginu sem ég vissi ekkert hvað var þannig að ég ákvað að hringja upp á spítala og tala við þær, mér var sagt að koma í skoðun. Ég mætti upp á spítala og allt leit vel út, svo sem engin blæðing og leghálsinn alveg lokaður þannig að ég fór heim aftur. En svo á morgni 10.02.2012 vakna ég svo með einhverja smá samdrætti sem voru alveg verkjalausir þannig að ég var ekkert að hafa áhyggjur og lagði mig bara aftur en svo upp úr hádegi var ég farin að fá verki aftur í bak en þar sem að þeir voru ekkert sárir þá ákvað ég bara að vera róleg en upp úr 14 leyti fannst mér svoldið skrítið að þessir verkir væru en þá þannig að ég hringdi upp á spítala og sagði þeim frá stöðu mála. Mér var sagt að koma upp eftir. Ég ákvað að skilja guttann minn bara eftir heima á meðan að ég myndi skreppa þar sem að ég var alveg viss um að ég myndi fara aftur heim. Þegar að ég mæti niður á spítala er ég sett beint í mónitor , mónitorinn sýndi óreglulega samdrætti sem ég fann ekkert fyrir að ráði og allt leit ágætlega út svona miðað við mónitorinn. Læknirinn ákvað samt að skoða upp í leghálsinn sem hún gerði sem betur fer þar sem að ég var komin með 4-5 í útvíkkun og belgurinn kominn alveg niður….ég var sem sagt bara komin á stað.
Læknirinn sagði við mig að það væri ekki langt í barnið miðað við þetta og hún hélt að ég myndi bara fara strax í keisar sem átti að gera en svo var hætt við það og ákveðið að reyna að stoppa mig til þess að ná að gefa litla krílinu stera fyrir lungun. Fyrst var farið með mig upp á fæðingargang en svo var farið með mig niður á sængurkvennagang. Ég var sem sagt rúmliggjandi í 54 tíma , mátti ekki fara á klóstið og ekki neitt af því að það var svo mikil hætta á að belgurinn myndi springa. Ég viðurkenni það alveg að ég var orðin nett pirruð á að liggja en bara af því að ég mátti ekki fara á klóstið , mér fannst alveg hræðilegt að þurfa að nota bekken til að gera þarfir mínar. En sem sagt klukka 16:00 á sunnudeginum þann 12.02 2012 var drippið tekið niður og svo var bara að bíða og vona að krílið myndi halda sér lengur inni en krílið var svo mikið að flýta sér að hún fæddist þann 12.02.2012. vinkona mín sat hjá mér og ég sagði við hana ég er að missa vatnið hún er að klóra sig í gegn og í þessum töluðum orðum sprakk belgurinn, ég argaði á vinkonu mína að hringja í barnsföður minn og segja honum að koma.
Verkirnir byrjuðu c.a 10 mínútum eftir að ég missti vatnið það var rúllað með mig á fullri ferð upp á fæðingargang og inn á eitthvað herbergi , fæðingarlæknirinn kíkti upp í leghálsinn og sagði ég sé litla hendi , krílið var sem sagt í þverlegu og það var reyndar vita fyrir að ég myndi þurfa að fara í keisara en ekki að ég þyrfti að fara í bjöllukeisar og hvað þá að það myndi enda með svæfingu. En þar sem að það sást í hendina og verkirnir voru óbærilegir , ég arkaði og grét og ég man að ég sagði hún er að koma ég þarf að rembast ..þá sagði læknirinn við erum að fara að svæfa þig …ég man að ég sagði já gott og svo man ég ekki meir fyrr en ég vaknaði með þessa líka hræðilegu verki , ég hef ekki upplifað annað eins …það var dælt í mig morfíni og svo fékk ég að fara upp að sjá fallegu prinsessuna mína . Ég var sem sagt keyrð í rúminu og þegar að ég kom upp var dóttir mín sett í fangið á mér svo lítil og falleg. Hún var 39 Cm og 1610 grömm.
Hún var nefnd strax Hanna Mist og var hún á vöku í 6 vikur sem , hún hefði fengið að fara heim eftir 5 vikur en þar sem að hún hætti að anda þá þurfti hún að vera viku lengur. Fallega dóttir mín fékk að koma heim þann 26.03.2012 en þá var hún orðin 2390 grömm. Það hefur allt gengið eins og í sögu síðan að við komum heim og Hanna Mist dafnar vel , hún er orðin 70 cm á lengd og 7500 grömm.
Takk fyrir að lesa 🙂