Á Íslandi fæðast árlega um 6% barna áður en 37 vikna meðgöngu er náð (1). Það er svipað hlutfall og annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu þar sem 5-9% barna fæðast fyrir tímann (2). Í Bandaríkjunum er hlutfallið hærra, eða um 12-13%. Flestir fyrirburar koma í heiminn eftir 34 vikur eða síðar og hefur hlutfall fyrirburafæðinga að 34 vikum aukist lítið á milli ára meðan síð-fyrirburafæðingum hefur fjölgað mun meira (3, 4).
Tíðni fyrirburafæðinga eftir meðgönguvikum – af öllum fyrirburafæðingum
60-70% fyrirbura eru fædd eftir 34-36 vikna meðgöngu
20% fyrirbura eru fædd eftir 32-33 vikna meðgöngu
15% fyrirbura eru fædd eftir 28-31 vikna meðgöngu
5% fyrirbura eru fædd eftir minna en 28 vikna meðgöngu (2).
Fjöldi barna fædd árlega á Íslandi eftir fæðingarþyngd
Á töflunni hér að neðan má finna upplýsingar um fjölda lifandi fæddra barna á Íslandi undanfarinn áratug eftir fæðingarþyngd.
Tafla 1.
Lifandi fædd börn á Íslandi eftir fæðingarári og þyngd. Hagstofa Íslands, 2009 (5).
Þyngd Ár |
0 – 499g |
500 – 999g |
1000 – 1499g |
1500 – 1999g |
2000 – 2499g |
Alls fædd á árinu |
1998 |
2 |
13 |
17 |
31 |
90 |
4178 |
1999 |
0 |
15 |
33 |
38 |
80 |
4100 |
2000 |
1 |
18 |
16 |
29 |
96 |
4315 |
2001 |
0 |
11 |
14 |
19 |
88 |
4091 |
2002 |
0 |
11 |
18 |
28 |
99 |
4049 |
2003 |
0 |
5 |
22 |
27 |
70 |
4143 |
2004 |
0 |
7 |
17 |
37 |
85 |
4234 |
2005 |
0 |
13 |
14 |
39 |
91 |
4280 |
2006 |
0 |
14 |
27 |
41 |
90 |
4415 |
2007 |
0 |
18 |
24 |
39 |
95 |
4560 |
2008 |
1 |
14 |
19 |
38 |
110 |
4835 |
Samtals |
4 |
139 |
221 |
366 |
994 |
47200 |
Á töflunni má meðal annars sjá að árið 2008 fæddust samtals 4835 lifandi börn, þar af voru 19 börn fædd með fæðingarþyngd undir 1500 g og 15 undir 1000 g. Þessi litlu fyrirburar eru ekki stór hluti heildarfjölda barna og eru fyrirburar léttari en 1500 g yfirleitt rétt yfir eða undir einu prósenti allra lifandi fæddra barna.
Heimildir
- Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Gestur Pálsson og Alexander K. Smárason (Ritstj.). (2006). Skýrsla frá fæðingaskráningunni fyrir árið 2005. Kvennadeild og Barnaspítali Hringsins, Landspítali Háskólasjúkrahús.
- Goldenberg, R. L., Gullane, J. F., Iams, J. D. og Romero, R. (2008). Epidemiology and causes of preterm birth. The Lancet, 371, 75-84.
- MacDorman, M.F., Minino, A.M., Strobino, D.M. og Guyer, B. (2002). Annual Summary of Vital Statistics-2001. Pediatrics, 110, 1037-1052.
- Martin, J. A., Kung, H-C., Mathews, T.J., Hoyert, D.L., Strobino, D.M., Guyer, B. og Sutton, S.R. (2008). Annual Summary of Vital Statistics: 2006. Pediatrics, 121, 788-801.
- Hagstofa Íslands. (2009). Lifandi fæddir eftir þyngd 1998-2008. Sótt 20. maí 2009 af http://hagstofan.is/?PageID=627&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=MAN05111%26ti=Lifandi+f%E6ddir+eftir+%FEyngd+1998%2D2008+++%26path=../Database/mannfjoldi/Faeddir/%26lang=3%26units=sm/gr