Styðsta meðgangan sem barn hefur lifað
James Elgin Gill (1987) er skráður mesti fyrirburi allra tíma, fæddist eftir aðeins 21 viku og 5 daga meðgöngu – 128 dögum of snemma. Við fæðingu vóg hann 624 grömm. Hann fæddist í Ottawa í Kanda þann 20. maí og var útskrifaður af spítalanum 23. september, aðeins fimm dögum eftir áætlaðan fæðingardag hans. James er í dag heilbrigður ungur maður og birtist árið 2006 grein um hann og fjölskyldu hans hér:
Amillia Sonja Taylor (2004) er oftast nefnd sem mesti fyrirburinn. Hún fæddist árið 2006 eftir 21 viku og 6 daga meðgöngu. Við fæðingu var hún aðeins 23 cm að lengd og 283 grömm, eða rétt rúm ein mörk. Hún fæddist á Miamí í Flórída í Bandaríkjunum þann 24. október 2006 og var útskrifuð af sjúkrahúsinu þann 20. febrúar 2007. Það hefur þó valdið enhverjum ruglingi hvort hún var í raun fædd svona snemma. Hvort meðgöngulengdin hafi verið reiknuð út frá getnaði, en ekki síðasta degi blæðinga líkt og almennt þekkist og hafi það í raun gert hana 2 vikum yngri en hún í raun hafi verið, og hún í raun verið fædd eftir 23 vikur og 6 daga.
Styðsta tvíburameðgangan þar sem báðir tvíburar hafa lifað:
Kay og Nick Banski fæddust eftir 22 vikna og 1 dags meðgöngu Heimild 1 og 2
Styðsta þríburameðgangan þar sem öll börnin hafa lifað.
Havem, Jey og Sean Aponte-Tucke sem fæddust 16 apríl í New York eftir 24 vikna meðgöngu og
Zoe, Ella og Aidan Gough sem fæddust 21 ágúst 2005 eftir 24 vikna meðgöngu. Heimild
Minnstu fyrirburar í heimi:
Madeline Mann (1989) var lengi vel minnsti fyrirburi í heimi til að lifa af. Hún fæddist með keisaraskurði eftir 26 vikna og 6 daga meðgöngu og vó aðeins 280 grömm (9,9 ounces – rétt rúm mörk) og var 25 cm að lengd. Hún hefur þurft að nota gleraugu frá því hún var 5 ára gömul og er með astma. Hún er enn í dag mjög smágerð miðað við aldur sinn. Þegar hún var 14 ára gömul var hún aðeins 25,4 kg og 136,5 cm að hæð meðan meðal hæð jafnaldra hennar er um 163 cm og þyngd um 50 kg. Hún er nokkuð heilbrigð ung stúlka sem gengur vel í skóla.
Heimildir 1, 2 og 3
Rumaisa Rahman (2004) er árið 2009 skráð sem minnsti fyrirburi sem lifað hefur. Hún fæddist aðeins 244 grömm (8.6 únsur) og 20 cm að lengd. Ein mörk er 250 grömm og hún var því rétt tæp mörk að þyngd við fæðingu. Rumaisa fæddist með keisaraskurði vegna meðgöngueitrunar móður eftir 25 vikna og 6 daga meðgöngu ásamt tvíburasystur sinni Hiba sem var 563 grömm (2 merkur). Þær systur fæddust dag 19 september 2004, Hiba fór heim af sjúkrahúsinu 9. Janúar og Rumaisa komst heim þann 8 febrúar 2005, rétt áður en hún náði 5 mánaða aldri. Við 3 ára aldur var hún orðin 11,3 kg og 87 cm að lengd. Heimild
Madeline og Rumaisa fæddust báðar á sama sjúkrahúsinu (Loyola) og fengu fyrsta flokks læknisaðstoð. Það sem þótti vinna með þessum litlu stúlkum var kyn þeirra og meðgöngulengd, sem gaf þeim betri lífslíkur en hefðu þær verið fæddar svona smáar eftir styttri meðgöngu.
Rumaisa Raham léttasti fyrirburi heims er jafnframt léttasti tvíburi sem lifað hefur.
Minnsta samanlögð þyngd tvíbura
Courtney og Chloe Smith eru taldar vera léttustu tvíburarnir sem lifað hafa. Samanlagt vógu þær 694 grömm eða tæpar 3 merkur. Courtney var 340 grömm og Chloe 354 grömm. Þær fæddust í Louisiana þann 1. mars árið 2000 eftir aðeins 22 vikna og 6 daga meðgöngu eða 23 vikna vikna meðgöngu (óvíst) og eru þar með næst yngsta tvíburameðgangan sem lifað hefur.
Minnsta samanlögð þyngd þríbura
Peyton, Jackson og Blake Coffey (1998) Vógu samtals aðeins 1.385 eða um 5 og hálfa mörk. Peyton var 585 grömm að þyngd, Jackson 420 grömm og Blake 380 grömm. Þríburarnir voru teknir með keisaraskurði þann 30. Nóvember 1998. Peyton útskrifaðist af sjúkrahúsinu 12. mars 1999, Blake þann 3. apríl 1999 og Jackson 9. apríl 1999. Þegar þau voru um 4 og hálfs til 5 og hálfs mánaða gömul.
Blake Coffey sem vóg 380 grömm við fæðingu – er jafnframt léttasti þríburinn sem lifað hefur.
Ef þið sjáið eitthvað athugavert við ofangreindar upplýsingar eða hafið frekari upplýsingar sem gætu komið að gagni, endilega sendið línu á drifa@fyrirburar.is