Gullkorn og spakmæli

Mannabörn eru merkileg, mikið fæðast þau smá..

Halldór Laxness

Mannslíkaminn virðist dragast
að voninni eins og öflug áhrif
einhvers þyngdarlögmáls verki á hann.
Sú er ástæða þess að vonir sjúklingsins
eru leynivopn læknisins.
Þær eru hið leynda virkefni
í sérhverju lyfi.

NORMAN COUSINS

Mörgum er of gjarnt að
mæna á það neikvæða og
það sem úrskeiðis fer..
en því skyldu menn ekki
leitast við að sjá hið góða,
fara um það varfærnum
höndum og fá það til að
vaxa og dafna?

THICH NHAT HANH

Prófraun hjartans eru áföllin
sem dynja á lífsleiðinni.
Og brosið sem öllu er æðra
er brosið sem brýst gegnum tárin.

ELLA WHEELER WILCOX (1850-1919)

Ef ekki væru vonirnar,
brysti hjartað.

THOMAS FULLER (1608-1661)

Aldrei var sú nótt að
hún ætti sér ekki morgun.

DINAH MULOCK CRAIK (1826-1887)

Ábendingar um gullkorn, spakmæli og ljóð eru vel þegnar, einnig ef þið eigið einhver ljóð sem voru samin til barnanna ykkar sem þið viljið deila með okkur – sendið endilega á drifa@fyrirburar.is