Gullkorn og spakmæli

Gullkorn og spakmæli

Mannabörn eru merkileg, mikið fæðast þau smá..

Halldór Laxness

 

Mannslíkaminn virðist dragast
að voninni eins og öflug áhrif
einhvers þyngdarlögmáls verki á hann.
Sú er ástæða þess að vonir sjúklingsins
eru leynivopn læknisins.
Þær eru hið leynda virkefni
í sérhverju lyfi.

NORMAN COUSINS

 

Mörgum er of gjarnt að
mæna á það neikvæða og
það sem úrskeiðis fer..
en því skyldu menn ekki
leitast við að sjá hið góða,
fara um það varfærnum
höndum og fá það til að
vaxa og dafna?

THICH NHAT HANH

 

Prófraun hjartans eru áföllin
sem dynja á lífsleiðinni.
Og brosið sem öllu er æðra
er brosið sem brýst gegnum tárin.

ELLA WHEELER WILCOX (1850-1919)

 

Ef ekki væru vonirnar,
brysti hjartað.

THOMAS FULLER (1608-1661)

 

Aldrei var sú nótt að
hún ætti sér ekki morgun.

DINAH MULOCK CRAIK (1826-1887)

 

Ábendingar um gullkorn, spakmæli og ljóð eru vel þegnar, einnig ef þið eigið einhver ljóð sem voru samin til barnanna ykkar sem þið viljið deila með okkur - sendið endilega á  drifa@fyrirburar.is

Félagið

Félag fyrirburaforeldra var stofnað árið 2008.

Félagið er ætlað öllum fyrirburaforeldrum til að hittast og ræða saman og til að gæta hagsmuna fyrirbura og foreldra þeirra.

Væntanlegt er hér á vefinn upplýsingar um félagið og lög þess og hvað helst sé á dagskrá hjá félaginu hverju sinni.

Aðalfundur verður haldinn snemma árs og eru áhugasamir beðnir um að fylgjast auglýsingu hér á vefnum og á facebook síðu fyrirburaforeldra.

Um síðuna

Umsjónarmaður síðunnar er Drífa Baldursdóttir lýðheilsufræðingur og fyrirburamóðir. Hægt er að hafa samband í gegnum vefpóst á drifa@fyrirburar.is

Heimasíðan er unnin af Drífu Baldursdóttur fyrirburamóður. Sambýlismaður hennar Sveinbjörn Hafsteinsson og fyrirburamamman Baddý Sonja Breidert sáu um tæknilegu hliðina við uppsetningu heimasíðunnar.

Um verkefnið

Fræðsluefnið sem er á síðunni vann Drífa sem meistaraverkefni í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2009, undir leiðsögn dr. Geirs Gunnlaugssonar prófessors við skólann og með samvinnu við yfirmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Þórð Þórkelsson yfirlækni og Ragnheiði Sigurðardóttur deildarstjóra.
Þróunarverkefnið um gerð vefsíðunnar fyrirburar.is hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009.

Þessi heimasíða er tileinkuð Hildi Arneyju dóttur Drífu sem kom í heiminn 11 vikum of snemma, því án hennar innkomu í líf hennar hefði þetta verkefni aldrei orðið að veruleika.