Að yfirfæra þyngd úr lbs og oz yfir í gr

Ef þú lest erlent efni um fyrirbura þá muntu oft sjá fæðingarþyngdina skráða í pounds og ounces (pund og únsur) og skammstafað sem lbs og oz. Það getum verið ruglingslegt þegar við erum vön grömmum og mörkum að bæta þessari mælieiningu við. Hér er því tafla til að aðstoða ykkur.

 

 

Til að lesa úr töflunni lesið þið fyrst lárétt  og finnið lbs og svo lóðrétt og finnið hve margar oz þarf að bæta við. Ef barn er fætt 1503 grömm er þá er það 3 lbs og 5 oz

 

Einnig er hægt að slá umrædda þyngd í google og skrifa "to grams" (eða öfugt) og fá töluna beint upp þar eins og sjá má hér:

 

 

Félagið

Félag fyrirburaforeldra var stofnað árið 2008.

Félagið er ætlað öllum fyrirburaforeldrum til að hittast og ræða saman og til að gæta hagsmuna fyrirbura og foreldra þeirra.

Væntanlegt er hér á vefinn upplýsingar um félagið og lög þess og hvað helst sé á dagskrá hjá félaginu hverju sinni.

Aðalfundur verður haldinn snemma árs og eru áhugasamir beðnir um að fylgjast auglýsingu hér á vefnum og á facebook síðu fyrirburaforeldra.

Um síðuna

Umsjónarmaður síðunnar er Drífa Baldursdóttir lýðheilsufræðingur og fyrirburamóðir. Hægt er að hafa samband í gegnum vefpóst á drifa@fyrirburar.is

Heimasíðan er unnin af Drífu Baldursdóttur fyrirburamóður. Sambýlismaður hennar Sveinbjörn Hafsteinsson og fyrirburamamman Baddý Sonja Breidert sáu um tæknilegu hliðina við uppsetningu heimasíðunnar.

Um verkefnið

Fræðsluefnið sem er á síðunni vann Drífa sem meistaraverkefni í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2009, undir leiðsögn dr. Geirs Gunnlaugssonar prófessors við skólann og með samvinnu við yfirmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Þórð Þórkelsson yfirlækni og Ragnheiði Sigurðardóttur deildarstjóra.
Þróunarverkefnið um gerð vefsíðunnar fyrirburar.is hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009.

Þessi heimasíða er tileinkuð Hildi Arneyju dóttur Drífu sem kom í heiminn 11 vikum of snemma, því án hennar innkomu í líf hennar hefði þetta verkefni aldrei orðið að veruleika.