Meðgöngusaga
Ingimundur Helgi
Þegar ég var lítil kom í ljós að ég er með tvískipt leg. Síðan þá hugsaði ég mikið um þetta, hugsaði um legið, barneignir og hvort, þegar á hólminn var komið, ég gæti gengið með barn. Rétt fyrir páska á þessu ári stóð ég inni á baðherbergi með jákvætt þungunarpróf í hendinni. Hræðsla, spenna, kvíði, gleði og margar aðrar tilfinningar komu í einni gusu. Eftir margra ára vangaveltur um mitt ástand var loksins komið að því, ég var ólétt.